Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 20
Dag einn hafði drottningin vonda flogið úr búi sínu
til þess að kanna, hvort þegnar hennar væru nógu iðnir
og ynnu af nógu mikilli skyldurækni. Hún grunaði þá
um að sitja aðgerðalausa í sólskininu í stað þess að safna
hunangi. Svo flaug hún lengi, grett og geðvond, frá blómi
til blóms og bjóst við því versta. En hvar sem hún kom,
voru þegnar hennar allir önnum kafnir við störf sín.
Drottningin var svo áköf við athuganir sínar, að hún
tók 'ekkert eftir stórum vef, sem köngulló nokkur hafði
spunnið milli tveggja ribsrunnagreina.
Hún flaug því alveg grunlaus inn í runnann, en fann
svo skyndilega, að hún var föst í vefnum. Hún brauzt
um sem mest hún mátti til að reyna að losa sig, en varð
aðeins fastari og fastari í hinu öfluga og límkennda
vefjarneti. Ekki var henni ljóst, hve lengi hún háði hina
vonlitlu baráttu fyrir frelsi sínu, 'en að lokum varð hún
svo örmagna, að það leið yfir hana.
f einu horni vefsins, sem drottningin var nú fjötruð
í, sat köngullóin grimma og horfði með mikilli eftir-
væntingu á fórnardýr sitt í fjörbrotunum. Hún var sár-
soltin, hlakkaði mjög til að seðja hungur sitt og var nú
þegar lögð af stað til að bíta drottninguna til bana. Hún
sleikti út um af tilhlökkun meðan hún færðist nær og
nær og átti nú ekki eftir nema örstuttan spöl að bráð
sinni.
En þá heyrði hún allt í einu hátt suð í lofti og leit
hrædd í kringum sig. Hvað gat þetta Verið? Ekki var það
býflugan, því að hún var fjötruð í netinu .. . Og nú var
hún skyndilega stungin fast í skrokkinn, svo að hún
fann mikið til. Hvaða óvinur gat eiginlega verið hér
á ferð?
Þetta var prinsessan litla heimilislausa, sem nú var
kómin til að hjálpa drottningunni vondu. Þó að hún
hefði fengið svona hörmulegar móttökur hjá henni, gat
hún ekki hugsað sér, að drottningin lyki lífi sínu í maga
köngullóarinnar grimmu. Hún réðst aftur og aftur af
miklu hugrekki á köngullóna, 'en gætti þess mjög vel
að festa sig ekki í vefnum. Ef svo illa tækist til, mundi
ævi hennar einnig ljúka hér.
Köngullóin háði örvæntingarfulla baráttu við prins-
essuna litlu til þess að bjarga lífi sínu. Um stund leit
jafnvel svo út sem hún mundi sigra, en þá hafði prins-
essan einmitt verið svo óheppin að festa sig lítið eitt í
n'etinu. En til allrar hamingju gat hún losað sig fljótt
aftur og hafið árásir sínar á ný.
Meðan á þessu stóð, hafði drottningin vaknað aftur
til vitundar. Og þegar henni varð ljóst, hver það var,
sem.barðist svo hraustlega til að bjarga lífi hennar, iðr-
aðist hún sárlega framkomu sinnar. Við þessu hafði hún
alls ekki búizt, svo illa sem hún hafði farið að ráði
sínu við prinsessuna. En hvað gæti hún gert til að hjálpa
Einar Halldór Einarsson, Gilsbakka, Ax-
arfirði, skrifar: Hér sendi ég þér mynd af
okkur bræðrunum með Kiðu okkar, henni
finnst gott brauð. Hún er búin að eiga
tvo hvíta hafra, þeir heita Putti og Pafti
og eru mjög fjörugir og elta okkur um allt.
henni núna og til að bæta fyrir brot sín gagnvart henni?
Hún var sjálf fangi í fjötrum. Það var aðeins eitt, s'em
hún gat gert nú: að gefa hinum býflugunum þessa miklu
hættu til kynna með afar öflugu suði. Ef til vill mundu
einhverjar þeirra heyra það og koma strax til hjálpar.
Drottningin suðaði nú eins hátt og henni var unnt.
Og það bar vissulega árangur. Hið þróttmikla suð
hennar og hark og háreysti frá bardaga prinsessunnar
og. köngullóarinnar heyrðist svo glöggt, að hópur bý-
flugna kom þegar til hjálpar. Og m'eðan sumar þeirra
hjálpuðu prinsessunni til að ráða niðurlögum köngulló-
arinnar, hjálpuðu aðrar drottningunni til að losa sig úr
hinum viðsjála vef. Að skömmum tíma liðnum var bar-
áttunni lokið, og köngullóin varð að lúta í lægra haldi
fyrir ofureflinu.
Um kvöldið hélt drottningin mikla veizlu í ríki sínu,
þar sem veitt var hunang, blómasafi og annað góðgæti
eins og hver vildi. Hin alvarlega lífshætta, sem1 drottn-
ingin hafði lent í, varð til þess að gjörbreyta framkomu
hennar og viðhorfum, svo að eftir þetta varð hún vin-
sæl meðal þegna sinna. Og prinsessuna djörfu og góðu
tók hún sér í dóttur stað og gerði hana að drottningu,
sem eftir þetta stjórnaði ríkinu með henni af mildi og
skörungsskap. Eins og nærri má geta, voru býflugurnar
innilega glaðar yfir því, hvernig allt hafði nú breytzt
til betri vegar. Og upp frá þessu ríkti mikil hamingja
í býflugnabúinu í perutrénu fagra.
S. G. Þýtt og endursagt.
20