Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 37
Hópurinn kom ekki að kofanum á ströndinni fyrr
en degi var tekið að halla. Heimkoman var þeim Clay-
ton og Porter mikið gleðiefni, því það fyrsta, sem þeir
sáu við komuna, var Jane Porter. Hún rak upp gleðióp
Og hljóp á móti þeim. Hún vafði föður .sinn örmum og
grét af gleði. Porter barðist við að láta sem minnst bera
á geðshræringu sinni, en honum tókst það ekki. Loksins
huldi hann höfuðið við barm dóttur sinnar og grét eins
°g barn. Jane leiddi hann að kofanum, en Frakkarnir
fóru til bátanna á ströndinni. Nokkrir félagar þ'eirra
komu þar til móts við þá.
Clayton vildi lofa feðginunum að vera einum saman
um stund, svo að hann fór niður í fjöru og talaði við
hermennina, unz bátur þeirra lagði af stað út að skip-
unum. Clayton gekk í hægðum sínum aftur til kofans.
Hann var gleðidrukkinn. Konan, sem hann unni, var
heil á húfi. Honum lék forvitni á að vita, hvaða krafta-
verk hafði orðið henni til bjargar. Þegar hann nálgaðist
kofann, kom Jane út. Er hún sá hann, hraðaði hún sér
til hans.
„Jane!“ kallaði hann, „gæfan hefur sannarlega verið
okkur hliðholl. Segið mér, hvernig þér komuzt undan,
— hvaða kraftaverk bjargaði yður?“ Hann hafði aldrei
áður nefnt hana skírnarnafni hennar. Fyrir tveimur
dögum hefði það valdið henni þægilegri feimnikennd
að heyra Clayton nefna það — nú skelfdi það hana.
„Clayton," sagði hún lágt og rétti honum höndina,
„má ég þakka yður fyrir drengilega framkomu yðar við
föður minn. Hann er búinn að segja mér, hve vel þér
komuð fram við hann. Hvernig getum við endurgoldið
allt það að verðleikum?"
Clayton tók eftir því, að hún heilsaði honum ekki
oins kumpánlega og venjulega, en honum fannst það
ekk'ert undarlegt. Hún hafði orðið að þola svo margt.
Hann áttaði sig á því, að hér var hvorki staður né stund
til þess að játa henni ást sína.
„Launin hef ég þegar hlotið," mælti hann. „Mér nægir
að sjá ykkur bæði heil og ánægð. Ég-efast um, að ég
hefði lengur getað afborið hinn þunga og þögula söknuð
hans. Það kenndi mér, að engin ást, ekki einu sinni
ast manns á konu sinni, getur verið eins einlæg, 'eins
djúp og fórnfús og ást föður til dóttur."
Þá bar Jane fram spuminguna, sem hafði brunnið á
vörum hennar lengi:
„Hvar er skógarmaðurinn, sem fór ykkur til hjálpar?
hví kom hann ekki?“
„Ég skil yður ekki,“ mælti Clayton. „Hvern eigið
þér við?“
„Þann, sem bjargað hefur okkur öllum — sem bjargaði
mér frá górilluapanum.“
„Hvað!“ hrópaði Clayton undrandi. „Var það hann,
sem bjargaði yður? Þér hafið 'enn ekki sagt mér neitt
frá ævintýri yðar.“
„En hvar er skógarmaðurinn?“ endurtók hún. „Sáuð
þið hann ekki? Þegar við heyrðum skotin úr skóginum,
lór hann frá mér. Ég veit með vissu, að hann ætlaði að
hjálpa ykkur.“ Rödd hennar bar vott um geðshræringu,
og Clayton veitti því athygli, þótt Hann grunaði ekki
hið rétta. Honum féll þetta þó ekki vel í geð og varð
þungt niðri fyrir. Clayton gerði sér ekki grein fyrir því,
að á þessari stundu var sáð fyrsta sáðkorni afbrýðisemi
og tortryggni í garð apamannsins, sem hann átti þó líf
sitt að launa.
„Við sáum hann ekki,“ svaraði hann dræmt.-„Hann
kom ekki til okkar.“ Svo bætti hann við eftir augnabliks-
þögn: „Ef til vill slóst hann í för með sínum eigin flokki
— mönnunum, sem réðust á okkur.“ Hann vissi ekki
sjálfur, hvers vegna hann sagði þetta, því að hann trúði
því ekki sjálfur, en ástin er undarl'egt afl.
„Nei,“ sagði hún áköf — alltof áköf fannst honum.
„Það er óhugsandi. Þeir voru svertingjar — hann er
hvítur maður — og göfugmenni."
Clayton varð vandræðalegur. „Hann er ókunnur og
hálfvillt skógardýr, ungfrú Porter. Vopn hans eru sömu
tegundar og þau, sem villimennirnir nota. Líklega er
hann einnig mannæta. Framhald á biaðsíðu 40.
37