Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1971, Side 18

Æskan - 01.01.1971, Side 18
miðjum aldingarði nokkxum óx gamalt og fal- WS legt p'erutré. Eins og þið getið nærri óx þama líka fjöldi annarra ávaxtatrjáa. En perutréð fann mikið til sín og þóttist vera eins konar konungur í ríki trjánna í garðinum. Þetta var ekki held- ur alveg að ástæðulausu. Þetta var elzta tréð, og öllum kom saman um, að það væri fjarska fallegt. Og svo var það á bezta staðnum í miðjum garðinum, þar sem allir gengu um og dáðust sífellt að því. En auk þess var stórt býflugnabú í krónu þess, eins og til að undirstrika tign þ'ess og virðuleika. Það mátti vel líkja því við kon- ungskórónu, — en í rauninni var það drottningarhöll, eða réttara sagt ríki drottningar nokkurrar. í þessu ríki bjó nefnilega ofurlítið samfélag ákaflega iðinna þegna, býflugna. Og yfir þeim ríkti drottning, eins og algengt er líka víða meðal mannanna. En bý- flugunum geðjaðist alls ekki að drottningu sinni. Hún var orðin gömul og afar geðstirð, og svo gerði hún alltof miklar kröfur til þegna sinna. Það var alveg sama, hve vesalings býflugurnar söfnuðu af hunangi eða öðru góðgæti. Drottningin var aldrei ánægð. Það var aldrei hægt að gera henni til hæfis. Og oft hreytti hún ónotum í þegna sína og ásakaði þá fyrir hirðuleysi og leti, þó að þeir legðu sig fram af fremsta megni og kæmu oftast heim sárþreyttir að kvöldi. Oft óskuðu býflugurnar þess, að þær gætu fengið nýja drottningu, sem þær virtu og þætti vænt um. Og sumar stungu meira að segja upp á því, að réttast væri að þær gerðu uppreisn og rækju drottninguna vondu burt. En aðrar voru hins vegar andvígar því og sögðu, að það væri þó betra að hafa vonda drottningu heldur en enga. Og þannig leið meiri hluti sumarsins, og ástandið var vissulega erfitt í ríki drottningarinnar. Er hausta tók, fóru blöð trjánna smám samán að falla og blómin að sölna, og býflugurnar beindu huganum að öðru. Þær urðu að leggja sig allar fram til að safna því síðasta, sem þær gátu fundið af hunangi, áður en blómin bliknuðu að fullu. Dag einn, þ'egar blöð perutrésins voru fallin til jarðar, heyrðu verðirnir við hlið býflugnabúsins einhvern ó- kunnan hljóm. Þeir horfðu með athygli út í garðinn og sáu brátt litla fallega býflugu, sem þeir þekktu ekki. Við nánari athugun kom í ljós, að þetta var býflugna- prinsessa. Hún var blaut og þreytt og raunar mjög illa til reika, því hún hafði flogið langar, langar leiðir. Þegar hún kom til varðanna við hliðið, spurði hún, hvort þeir héldu ekki, að hún mundi geta fengið leyfi til að vera í ríki þeirra um veturinn, því að nú væri þannig ástatt fyrir sér, að hún ætti hvergi sama- stað. Verðirnir hefðu báðir kosið að geta komið á móti óskum prinsessunnar litlu, því að þeim leizt strax svo ljómandi vel á hana, en þ'eir þorðu það ekki. Aðeins drottningin gamla gat veitt slíkt leyfi. Verðirnir vísuðu nú gestinum leið gegnum marga ganga, þar sem fjöldi lítilla herbergja var til beggja handa. Og loksins komu þeir að salarkynnum drottning- arinnar. Þeir drápu á dyrnar, og einn af þjónum drottn- ingar opnaði samstundis. Síðan skýrðu verðimir frá er- indi sínu og litu um leið til prinSessunnar litlu. Þjónninn leit brosandi til gestsins og mælti: „Ég held því miður, að ekki séu miklar líkur til þess, að mál þitt nái fram að ganga. Drottningin er nefnilega í óvenjulega vondu skapi í dag.“ Þeim kom þó saman um, að reynandi væri að gera eina tilraun. Þjónninn vísaði þeim inn í stóran og íburð- armikinn móttökusal, sem skreyttur var frjókornum í 18

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.