Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1971, Side 36

Æskan - 01.01.1971, Side 36
TARZA V_____________________ ingjunum öllum lokið. Þeir ráku upp ógurleg öskur, tvístruðust og hlupu í ofboði hver sem betur gat í áttina að hliði skíðgarðsins. d’Arnot varð einn eftir. Hann var hraustm'enni, en honum fannst þó sem hárin risu á höfði sér, er hann heyrði hið ógurlega öskur, sem enn kvað við frá skóginum. Honum varð litið til trjánna og sá þá, að stórvaxinn, hvítur maður stökk niður úr limi þeirra. Var þetta kannski nýr kvalari? d’Arnot beið. Hann leit ekki af andliti komumanns. Og hin góðlegu augu Tarzans litu ekki undan starandi augunum, sem á hann horfðu. d’Arnot varð hughægra, þótt ekki hefði hann mikla von; hann sá, að grimmd gat ekki dulizt í hjarta þessarar goðum líku veru. Tarzan apabróðir skar böndin þegjandi af Frakkanum, sem orðinn var magnþrota af blóðmissi og þjáningum. Hann hefði hnigið niður, ef Tarzan hefði ekki gripið hann í fang sér. d’Arnot fann, að honum var lyft upp. Honum fannst hann fljúga. Því jiæst missti hann með- vitundina. Snemma morguninn eftir fóru Frakkarnir undir stjórn Charpentiers að leita að fílagötunni og fundu hana brátt. Var þá lagt af stað til strandar. Ferðin sóttist seint, því að þeir báru sex fallna félaga sína. Tveir höfðu látizt af sárum um nóttina, og sumir þeirra, er 'eftir lifðu, voru svo sárir, að þeir gátu vart gengið óstuddir. Charpen- tier hugðist fá liðsstyrk í herskipunum til þess að leita að d’Arnot liðsforingja. Franski liðsforinginn d’Arnot horfði á allt þetta með hálfluktum augum því sem næst meðvitundarlaus. Var þetta ekki bara ljótur draumur eða martröð, sem brátt liði hjá? Villimennirnir þrengdu hringinn, en héldu þó stöð- ugt áfram hinum æðisgengna dansi sínum. Þarna snart spjót handlegg hans. Sársaukinn og rennandi blóðið sannfærði Frakkann um það, að draumur var þetta ekki. Nú fékk hann hvert spjótslagið á fætur öðru. Hann beit saman tönnunum — hann skyldi ekki gefa frá sér neitt hljóð. Hann var franskur hermaður og vildi sýna þessum villidýrum, hvernig liðsforingi tæki dauða sín- um. Tarzan apabróðir þurfti ekki lengi að brjóta heilann um það, hvað skotin þýddu. Hann sveiflaði sér eftir trjánum með miklum hraða í áttina til þorps Monga. Tarzan hafði oft séð hermenn Monga koma með fanga norðan að. Hann vissi allt um pyndingaraðferðir villi- mannanna og lierti því för sína 'enn í áttina að staurnum í miðju þorpinu. Myrkrið var að skella á, og allt í einu sá Tarzan bjarma af eldi, og rétt á eftir var hann staddur í trjánum við þorpið. Var hann of seinn? Staurinn stóð um fimmtán metra frá honum. Hann hringaði reipi sitt, og skyndilega yfirgnæfði öskur mannapa tryllingshávaða svertingjanna. Dansararnir hættu, eins og þeir væru orðnir að steini, það hvein í reipinu yfir höfðum þeirra, en það sást þó ekki í hálfrökkrinu. d’Arnot opnaði augun. Stór svertingi, er stóð fyrir framan hann, féll aftur á bak, eins og kippt væri undan honum fótunum. Hann spriklaði öllum öngum og reyndi að standa á fætur, en var þá dreginn hratt inn í skugga trjánna. Þeir svörtu sperrtu upp glyrnurnar og stóðu alveg höggdofa af skelfingu. Þegar skrokkurinn kom að trjánum, hvarf hann beint upp í loftið. Þá var svert- 36

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.