Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 52

Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 52
ÍSLENZKA flugsagan ..— — -...- ATHUGASEMDIR VIÐ FLUGMÁLASÖGU Tveir áhugasamir og fróSir menn hafa sent okkur nokkrar Ijós- myndir og upplýsingar um íslenzkar flugvélar. Þessir menn eru Árni Guðmundsson flugmaður í Múlakoti og Sigurjón Einarsson flugmaður hjá Flugmálastjórn. Myndirnar munum við birta eftir því sem rúm leyfir. í þetta sinn birtum við mynd Sigurjóns af TF-KAL (nr. 38) og upplýsingar Árna um sömu vél. Árni á bæði flugvélina og öll gögn um hana, svo að honum má treysta. Árni segir m. a.: „Rað- númer TF-KAL er F.A.L. 293. R.C.A.F. nr. 4491. Smíðuð 1940. Flugtími á vegum R.C.A.F. 1696:25, en hér á landi 329 timar. í júní 1942 var hún gerð upp hjá Can. Car & Foundry í Amherst (flýgur aftur 18. sept.). 23. okt. sama ár sett í geymslu. 8. marz 1943 tekin sundur og send með lest til St. Johns, Que. 27. maí 1944 afhent War Assets Corp. í Montreal." Eins og kunnugt er keppast menn í öðrum löndum við að ná í gamlar flugvélar til geymslu og sýnis. Árna hefur verið boðin álitleg upphæð fyrir það, sem eftir er af TF-KAL, en Árni ætlar ekki að láta hana, og er það vel. TF-KAL er nefnilega elzta Fleet Finch, sem vitað er um núna og sennilega eina vélin sinnar tegundar í Evrópu. NR. 41 TF-RVJ GRUMMAN GOOSE Skráð hér sem TF-RVJ 7. desember 1946, eign Loftleiða hf. Hingað var flugvélin keypt til farþegaflugs; hún kom frá Bush- field, Georgia, Bandaríkjunum. Ljósm.: N. N. * Flugvélin var smíðuð 1943 hjá Grumman Aircraft Corp., Beth- page, Long Island. Framleiðslunr.: 1125. Hér var flugvélin notuð til farþegaflutninga til ársins 1953, er hún í marz var seld til Bandaríkjanna (skrásett þar sem N1853V), en lofthæfisskírteini hennar hér hafði runnið út 4. des. 1948. Afskráð 10. marz 1953. GRUMMAN JHF-6B. Hreyflar: Tveir 450 ha. Pratt & Whitney R- 985-AN6B. Vænghaf 14.94 m. Lengd: 11.70 m. Hæð: 3.66 m (á sjó: 3.25 m). Vængflötur: 34.84 m=. Farþegafjöldi: 8—7. Áhöfn: 1—2. Tómaþyngd: 2.700 kg. Hámarksflugtaksþyngd: 3.940 kg. Arð- farmur: 512 kg. Farflughraði: 270 km/t. Hámarkshraði: 360 km/t. Flugdrægi: 1.200 km. Hámarksflughæð: 6.000 m. 1. flug: 1937. NR. 42 TF-BBC FLEET FINCH Skráð hér 28. desember 1946 sem TF-BBC, eign Ólafs Bach- manns o. fl. Hún var ætluð til kennsluflugs. Flugvélin var smíðuð 1940 hjá Fleet Aircraft Co., Toronto, Canada. Verksmiðjunr.: A/1094. Raðnúmer: 4470. Flugvélinni var mikið flogið hér. 12. ágúst 1949 var flugvélin á leiðinni frá Vestmannaeyjum tii Hornafjarðar. ftétt norðvestan við Alviðruhamravita brotnaði annað blað skrúfunnar af, svo að flugmaðurinn varð að nauðlenda strax á sandöldu. Flugmaður- inn og farþegi hans sluppu ómeiddir að kalla, en flugvélin gjör- eyðilagðist. Arngrímur Sigurðsson og . Skúli Jón Sigurðarson rita um íslenzkar flugvélar 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.