Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 52
ÍSLENZKA
flugsagan
..— — -...-
ATHUGASEMDIR VIÐ FLUGMÁLASÖGU
Tveir áhugasamir og fróSir menn hafa sent okkur nokkrar Ijós-
myndir og upplýsingar um íslenzkar flugvélar. Þessir menn eru
Árni Guðmundsson flugmaður í Múlakoti og Sigurjón Einarsson
flugmaður hjá Flugmálastjórn. Myndirnar munum við birta eftir
því sem rúm leyfir.
í þetta sinn birtum við mynd Sigurjóns af TF-KAL (nr. 38) og
upplýsingar Árna um sömu vél. Árni á bæði flugvélina og öll
gögn um hana, svo að honum má treysta. Árni segir m. a.: „Rað-
númer TF-KAL er F.A.L. 293. R.C.A.F. nr. 4491. Smíðuð 1940.
Flugtími á vegum R.C.A.F. 1696:25, en hér á landi 329 timar.
í júní 1942 var hún gerð upp hjá Can. Car & Foundry í Amherst
(flýgur aftur 18. sept.). 23. okt. sama ár sett í geymslu. 8. marz
1943 tekin sundur og send með lest til St. Johns, Que. 27. maí
1944 afhent War Assets Corp. í Montreal." Eins og kunnugt er
keppast menn í öðrum löndum við að ná í gamlar flugvélar til
geymslu og sýnis. Árna hefur verið boðin álitleg upphæð fyrir
það, sem eftir er af TF-KAL, en Árni ætlar ekki að láta hana, og
er það vel. TF-KAL er nefnilega elzta Fleet Finch, sem vitað er
um núna og sennilega eina vélin sinnar tegundar í Evrópu.
NR. 41 TF-RVJ
GRUMMAN GOOSE
Skráð hér sem TF-RVJ 7. desember 1946, eign Loftleiða hf.
Hingað var flugvélin keypt til farþegaflugs; hún kom frá Bush-
field, Georgia, Bandaríkjunum.
Ljósm.: N. N.
*
Flugvélin var smíðuð 1943 hjá Grumman Aircraft Corp., Beth-
page, Long Island. Framleiðslunr.: 1125.
Hér var flugvélin notuð til farþegaflutninga til ársins 1953, er
hún í marz var seld til Bandaríkjanna (skrásett þar sem N1853V),
en lofthæfisskírteini hennar hér hafði runnið út 4. des. 1948.
Afskráð 10. marz 1953.
GRUMMAN JHF-6B. Hreyflar: Tveir 450 ha. Pratt & Whitney R-
985-AN6B. Vænghaf 14.94 m. Lengd: 11.70 m. Hæð: 3.66 m (á sjó:
3.25 m). Vængflötur: 34.84 m=. Farþegafjöldi: 8—7. Áhöfn: 1—2.
Tómaþyngd: 2.700 kg. Hámarksflugtaksþyngd: 3.940 kg. Arð-
farmur: 512 kg. Farflughraði: 270 km/t. Hámarkshraði: 360 km/t.
Flugdrægi: 1.200 km. Hámarksflughæð: 6.000 m. 1. flug: 1937.
NR. 42 TF-BBC
FLEET FINCH
Skráð hér 28. desember 1946 sem TF-BBC, eign Ólafs Bach-
manns o. fl. Hún var ætluð til kennsluflugs.
Flugvélin var smíðuð 1940 hjá Fleet Aircraft Co., Toronto,
Canada. Verksmiðjunr.: A/1094. Raðnúmer: 4470.
Flugvélinni var mikið flogið hér. 12. ágúst 1949 var flugvélin
á leiðinni frá Vestmannaeyjum tii Hornafjarðar. ftétt norðvestan
við Alviðruhamravita brotnaði annað blað skrúfunnar af, svo að
flugmaðurinn varð að nauðlenda strax á sandöldu. Flugmaður-
inn og farþegi hans sluppu ómeiddir að kalla, en flugvélin gjör-
eyðilagðist.
Arngrímur Sigurðsson og .
Skúli Jón Sigurðarson rita um
íslenzkar flugvélar
52