Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 38
Myndin sýnir Inn í hýbýli almennrar
Mínóafjölskyldu. Þar má sjá hinn al-
menna klæðaburð, sem varð að vera létt-
ur og þunnur vegna hitans; konurnar
eru þó síðklæddar, en karimenn klæddust
venjulegum iéttum kufli með mittisbelti.
yrir um það bil 4 þúsund
árum lifðu á eyjunni Krít
þjóðflokkar, Sem nefndir
voru Mínóar. Ef litið er á landa-
kortið, sem hér fylgir, má sjá, að
Krít er lítil eyja skammt undan
ströndum Grikklands.
Mínóarnir elskuðu eyjuna sína,
þar var alltaf hlýtt og sólskin flesta
daga ársins, og umhverfis þá var
blátt Miðjarðarhafið. Hafið gaf þeim
gnægð af fiski. Hvers kyns ávextir
uxu á trjánum í hinni hlýju veðráttu,
og nóg beitiland var fyrir kvikfénað
þeirra, og grjót og timbur hvarvetna
til bygginga.
Það var þó ekki nóg af frjórri
jörð til þess að rækta það kom, sem
þeir þurftu, og þeir höfðu enga
málma til þess að smíða sér verk-
færi og vopn. Þeir urðu einhvem
veginn að afla sér þeirra, og þess
vegna gerðust Mínóarnir verzlunar-
menn.
Karlmennirnir felldu stóru trén,
er uxu uppi í fjallshlíðunum, og
smíðuðu sér flutningabáta. Þeir
hlóðu þá með ávöxtum, víni, sem
unnið var úr vínberjunum, smyrsluna
af olíutrjánum, skinnavöm, fatnaði
og fögrum postulínskrukkum, sem
þeir gerðu af miklum hagleik. Síð-
an sigldu þeif yfir hafið til annarra
landa og seldu þá vöm, sem þeir
höfðu ekki not fyrir sjálfir. Heim
komu þeir aftur með korn, málma og
annað, sem þá vanhagaði um.
Öll þessi verzlun gerði Mínóana
auðuga, og þeir byggðu sér fallegar
Wmmmmmmsmm
nmm
mmm
m
\tmmmmrn
38