Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1971, Side 41

Æskan - 01.01.1971, Side 41
2. — Þetta gerir þú á Strikinu í Kaup- mannahötn. Þú þorir ekki að koma nálægt fólkinu þar. (Strikið er þekkt gata í Kaup- mannahöfn, þar sem engin bílaumferð er leyfð. — Aths. blaðsins). — Það er allt annað. Þá nota ég að- dráttarlinsu. En þú átt bara venjulega myndavél... — Já, en þú hefur sagt, að hún sé mjög góð! — Hún er vissulega góð. En þú verður að standa nálægt fyrirmyndinni — svona í meters fjarlægð. Haltu svo myndavél- inni Lþp á rönd. — Tilbúin, Jóhanna? KLIKK (mynd nr. 2). — Nú gleymdirðu dálitlu ... — Átti ég að þakka fyrir? — Nei, en þú gleymdir að stilla fjar- lægðina á 1 metra. Hvað sýnir fjarlægðar- skalinn? — 10 metra. — Þá er myndin af húsinu afbragðs skörp. En Jóhanna verður öll óskýr. — Hún er nú alltaf hálf óskýr! — Ég meinti, að hún yrði ekki skörp á myndinni. — Nú er allt í lagi. KLIKK (mynd 3). — Aumingja stúlkan. — Hvað gerði ég rangt núna? — Ég er ekki viss, en hvað sástu mik- ið af henni? — Frá maga og upp úr. — Þá sjást hendurnar ekki, og það getur stundum verið dálítið hjákátlegt. — En þú sagðir mér að taka nærmynd. — Nærmynd þýðir ekki, að einungis eigi að sjást höfuðið. Á þinni vél færðu 50 cm breidd og 75 cm hæð, þegar þú stendur 1 metra frá fyrirmyndinni. En þú 3. ÞÁTTUR í þessum þætti skulum við fylgjast með skemmtilegu samtali dansks Ijósmyndara °9 dansks drengs. Allir krakkar, sem eiga myndavél, ættu að lesa þetta samtal og skoða myndirnar gaumgæfilega. Það get- ur verið lærdómsríkt. Ég ætla að framkalla filmur ( kvöld. A ég að framkalla þína? Ég á eftir að taka 5 myndir. Taktu þá nærmyndir af stóru syst- ur.. . Allt í lagi. Halló, Jóhanna, stattu kyrr andartak. .. KLIKK (mynd nr. 1). Heyrðu, hvað ertu að gera? Held- urðu að þú takir nærmynd með því að standa svona langt frá fyrirmyndinni? ... • Eitt og annað um ijósmyndun 3. getur nýtt filmuna miklu betur. Jóhanna, geturðu ekki lyft höndunum aðeins... já, og upp með hina höndina líka. Ágætt. — Er þá allt í lagi? — KLIKK (mynd nr. 4). — Þetta var fínt. Næst skulum við taka landslagsmyndir. í næsta þætti verður fjallað um linsur og sýndar myndir til skýringar. Nokkur bréf hafa borizt þættinum, og verður byrjað að svara þeim fyrstu í næsta þætti. Öllum er heimilt að senda spurn- ingar til þáttarins, er varða efni hans. 4. 41

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.