Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 21
Aramútahugleiðing
Árið 1971 er að heilsa. Megi það
færa okkur hamingju og blessun.
Mér finnst svo stutt síðan ég settist niður til að skrifa áramóta-
hugleiðingu. Ekki er þó um að viliast, síðan er liðið heilt ár.
Jæja, hvað er ykkur svo minnisstæðast frá árinu, sem nýlega
kvaddi?
Er það eitthvað, sem ykkur þótti skemmtilegt eða leiðinlegt?
Svörin eru eflaust margvísleg . . .
Kannski hafið þið ekkert hugsað um það. Kannski er svo litill
tími — og lítið næði — til að hugsa. En ef þið fáið tækifæri til
þess, þá ættuð þið ekki að sleppa þeim tækifærum. Það er nefni-
lega talsvert gaman að hugsa sjálfur!
Ég sagði í fyrra, að hurð, sem stæði á 1970, væri að byrja að
Ijúkast upp. Nú hefur þeim dyrum verið lokað með innsigli fyrir
fullt og alit. En ef við gætum þetur að, er þar gluggi með tólf
rúðum; ein rúða fyrir hvern mánuð. Og ef við einbeitum okkur,
getum við séð þar ýmislegt, sem er þess virði, að því sé veitt
athygli. Sumt þykir okkur leiðinlegt að sjá. Og það, sem við
fáum sjálf þar um ráðið, ætlum við ekki að láta endurtaka sig.
Þá getum við um næstu áramót sagt: — Já, þetta er allt betra
hjá mér en í fyrra. — En þegar við lítum yfir 1970 sjáum við
líka margt, sem er ágætt og sem við erum ánægð með.
Ég er búin að gægjast inn um minn glugga, og núna ætla ég
að staðnæmast við þá rúðu, sem merkt er ,,maí“. Þar sé ég
fallegan, Ijóshærðan snáða. Hann er með hijóðnema fyrir framan
sig. Hann segir mér — og öllum, sem á hann hlusta, því hann
er að tala í Útvarpið — að hann heiti Andrés Magnússon og
hafi orðið fimm ára fyrir nokkrum dögum. Andrés segist vera í
leikskóla og alltaf vera að læra eitthvað; föndra, læra sögur,
vísur og lög, og leika í leikritum. Hann segir okkur ofurlitla
sögu. Svo spyr ég, hvað hann langi til að verða, þegar hann sé
orðinn stór. Það stendur ekki á svari, og Andrés segir: — Það
er svo margt. Kannski skipstjóri, iögregiuþjónn eða biskup. — (!)
Við hlæjum bæði dátt. Hann segir mér, að hann hafi farið í leik-
hús, á sinfóníutónleika og í skrúðgöngur. Hann syngur fyrir
okkur vinsælt barnalag. Svo syngur hann „Froskalagið". Það er
skemmtilegt lag, sungið á einhvers konar „froskamáli", með mis-
munandi takti og áherzlum. — Já, þetta var sniðugt lag! —
Andrés segir okkur ekki frá því, að hann hefur sjálfur samið
þetta lag (Hann sagði mér það seinna).
Þótt Andrés sé ekki nema nýlega 5 ára — (þið vitið, að við
Andrés Magnússon
„ÆskumaSur ársins 1970“
erum stödd aftur í tímanum, þ. e. maí 1970) — þá hefur hann
heimsótt ömmu sína og afa, sem dveljast í Noregi, og hann
veit margt um Noreg. Hann veit, að höfuðborgin þar heitir Osló,
og hann veit, að þar er konungur, sem heitir Ólafur. Og Andrés
þekkir hann Ólaf konung, því hann hefur séð hann í sjónvarpinu
hjá henni ömmu sinni, sem á heima rétt hjá kónginum.
Og þegar ég spyr hann um ísland, veit hann ekki minna. Hann
veit, að hér er forseti, sem heitir Kristján Eldjárn, og að hann
á heima á Bessastöðum. (Hins vegar halda margir jafnaldrar
hans, að forsetinn heiti Bessi Bjarnason!)
Svo tölum við m. a. um eldgosið, og hann veit, að það er í
Heklu. Við vorkennum litlu lömbunum, sem lenda í öskufallinu.
Nú spyr ég: — Trúirðu á Guð?
Andrés svarar því játandi. Ég segi: — Heldurðu, að hann sé
til? — Já, segir Andrés. — Og hvað heldurðu, að hann sé? spyr
ég þá. Og án þess að hika svarar þessi 5 ára drengur: — Kon-
ungur í öllum heiminum.
21