Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1971, Side 33

Æskan - 01.01.1971, Side 33
Hér sjást nokkrar stórbygg- ingar, sem standa á Manhattan í New York. Fremst á myndinni er bygg- ing SameinuSu þjóSanna. kjötrétti, serri steiktur var yfir eldi. Einn úr hópnum lét reyndar Þau orð falla, að brunalykt vaeri af steikinni. Daginn eftir héldum við áfram ferðinni okkar um borgina. Við höfðum þegar margt séð og orðið reynslunni ríkari. Líklega má segja, að New York sé brennidepill á þessari jörð. Margar al- Þjóðastofnanir hafa þar aðalstöðvar, t. d. S.Þ., og í borginni býr fólk af ólíkustu þjóðernum, sem haldið hefur þjóðareinkennum sínum og siðum óskertum. Meðal þess eru Kínverjar í Kínahverf- inu, sem við ætluðum nú að heimsækja. Við skoðuðum þar m. a. búddamusteri. Og munkur einn kínverskur gaf okkur lítið búdda- líkneski til minningar um heimsókn okkar þangað. En á götunni Hér eru þau Karen og GuSmundur og njóta útsýnis yfir New York frá hæsta turni borgarinnar. ómaði kínverskur söngur. Söngur á óskiljanlegri tungu. Allt var þetta framandi, en jafnframt éminning um að til eru þjóðir ólíkar okkur, sem taka verður tillit til, þó að við skiljum þær ekki. Aldrei hefur okkur dottið í hug, að við ættum eftir að standa í heilabúi frelsisstyttunnar og virða fyrir okkur skip frá ýmsum þjóðlöndum sigla inn um hafnarmynni Néw York borgar. En allt tekur sinn enda og þessi ferð sem annað, en eftir var að skoða aðalstöðvar S.Þ., það var hámark ferðarinnar og sá hluti hennar, sem sízt mun gleymast. Flestir hafa séð myndir af byggingu S.Þ. og vita, hvernig hún lítur út. Innan veggja hennar eru ótal fundarsalir, og skoðuðum við marga þeirra. Þar koma saman menn, íulltrúar þjóða sinna, til að ráða fram úr vanda- málum mannkynsins. Oft reynist erfitt að komast að samkomu- lagi, og væri þá þessum mönnum fiollt að fara stutta ferð um borgina og kynnast af eigin raun lífi fólks af óliku þjóðerni, stigum og efnum. Það er einkennileg tilfinning að vera á þeim stað, þar sem framtíð okkar verður ef til vill ráðin. Ánægjulegri ferð er nú lokið. En hún var ekki aðeins skemmti- leg heldur einnig fróðleg. Á þremur dögum höfum við kynnzt fleira en okkur hefur órað fyrir á svo skömmum tima. En mengun og hávaði New York borgar hefur kennt mér að meta betur hina friðsælu og kyrrlátu borg okkar, Reykjavík. Guðmundur Garðar Guðmundsson. 33

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.