Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 42
llir, sem ákveða að stofna til fjölskyldu, ásetja sér
um leið að reyna að leika nýtt hlutverk í lífinu:
Ss!L- sem fyrstu hjálparstöð fyrir börn í alls kyns
vandræðum. Foreldrar eiga að vera örugg höfn,
þar sem fást ráð við öllu — frá þurrum buxum til korns
I augað.
Þetta hlutverk krefst ekki aðeins góðs vilja og ástar á
börnunum, en einnig nokkurrar þekkingar á því, hvað
fyrir getur komið.
Þessi grein getur auðvitað aðeins tekið fyrir nokkur
helztu vandamál, sem snerta börn. Ég mun þó leitast við
að minnast á hin þýðingarmestu, í þeirri von, að þessi
húsráð geti orðið dálítil hjáip til sjálfshjálpar, þegar vanda-
málin steðja að. Til allrar hamingju eru þau fiest smá-
vægileg og saklaus og eru auðleyst með hjartahlýju og
bjartsýni, sem eru allsherjarmeðul i umgengni við börn.
Næstum helmingur heilsuvandamála barna er því miður
sálarlegs eðlis. Þau stafa af aðlögunarerfiðleikum, og þeim
verð ég alveg að sleppa.
Þar liggur venjulega að baki löng og margþætt saga,
sem verður að leysa í hverju tilviki í samráði við heimilis-
lækni, máski einnig við skólann, kennara og sálfræðing.
Slys á börnum eru algeng, bæði á heimilum og þau,
sem gert er að á slysavarðstofunni. Þá er hlýðnin fyrsta
skilyrðið. Séu börnin vön að hlýða, munu þau venjulega
hegða sér skynsamlega, þegar á þarf að halda. Hlýðni
getur riðið á miklu, ásamt góðu fordæmi foreldranna í
skynsamlegri og varkárri framkomu.
Litil aðstoð til sjállshjálpar lyrir (oreldra
Mörg slys á börnum eru auðvitað óhjákvæmileg, önnur
stafa af hugsunarleysi, og hefði verið hægt að komast
hjá þeim, ef eytt hefði verið meiri tíma og hugsun til
þess að tryggja betur öryggi barnanna á heimilinu. Menn
verða að reyna að hugsa skipulega um það, hverju börn
geta fundið upp á. Þetta krefst hugmyndaflugs.
Uppfinningasemi þeirra er takmarkalítil, og ógerningur
er að tryggja sig gegn öllu, en ég ætla að nefna nokkrar
helztu öryggisráðstafanir.
Glugga og svalir ætti að girða með neti, og stigaop
ætti að girða af. Öll eiturefni, hreinsiefni, skordýraeitur,
beitta hluti og auðvitað eldspýtur og lyf á að geyma þar,
,,sem börn ná ekki til“. Munið eftir handtöskunni og nátt-
borðsskúffunni, og munið að tæma öskubakka, svo að
börnin fari ekki að gæða sér á innihaldinu.
Slys á börnum
^ JÉm það bil helmingur af barnaslysum verður í
M eldhúsinu, sem er hættulegasta herbergið í hús-
Vr 8^ inu.
Snúið höldunni á skaftpottinum að veggnum.
matborðinu á ekki að vera síður dúkur, sem lafir niður.
Munið, að setja ekki heitar kaffi- eða tekönnur eða því
um líkt við borðbrúnina.
Látið smábörn aldrei vera ein nálægt þvottavél eða upp-
þvottavél í gangi. Þeim gæti dottið í hug að opna dyrnar
og láta sjóðandi vatnið renna út! Látið setja öryggi á ryk-
suguna og önnur rafmagnsáhöld. Eftirlit með rafleiðslum
þarf að fara fram árlega.
Oft hafa læknar varað við hættunni af beizlum á börn-
um. Bezt væri að vera laus við þau, t. d. með þvi að nota
rúm með háum grindum, eins og notuð eru á sjúkrahúsum.
Helzt mega ekki vera nema 7 cm milli rimlanna, annars
geta börnin ef til vill troðið kroppnum út á milli þeirra, án
þess að höfuðið komist líka, og geta hengt sig á þennan
hátt. Því miður hefur það oft komið fyrir.
Reynslan sýnir, að sífellt verða slys af þunnum plast-
stykkjum, þó að allir viti, hve hættuleg þau eru. Það þarf
ekki að draga plastpoka yfir höfuðið til þess að kafna
af því. Einfalt plaststykki er nóg til þess. Ef barnið sogar
plastið þétt að andlitinu, myndast rafstraumur, sem gerir
að verkum, að piastið límist þétt að munni og nefi og
barnið kafnar. Notið t. d. aldrei plast sem undirlak í rúm.
Bannið börnum að hlaupa með leikföng í munninum.
Ef þau detta, geta þau brotið f sér tennurnar.
Bannið þeim að leika sér með lykkjur um hálsinn eða
annað, sem getur hert að. Lítið yfirleitt öðru hverju eftir