Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 34

Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 34
„Ég veit það ekki. En hvað hefur þú hugsað þér?“ Þór klóraði sér i hnakkanum. „Satt bezt að segja veit ég það ekki. Kannski við ættum að skjótast um stund fram í heiði?“ „Ég var einmitt að hugsa um það sama. Færið er alveg ágætt, skal ég segja þér.“ „Já, það vona ég! En finnst þér ekki, að við ættum þá að taka rjúpnasnörurnar með okkur?“ „Það kostar ekkert að reyna.“ Stuttu síðar sátu þeir við borðið, með bast fyrir framan sig, og linýttu rjúpnasnörur, þótt liðið væri langt á kvöld. Telpurnar hjálpuðu til eftir beztu getu. Strax og birta tók morguninn eftir lögðu þeir af stað fram til fjalla. Og þar baukuðu þeir allan daginn við að leggja rjúpnasnörur. -------- í víðikjarri undir hlíð nokkurri höfðu fáeinar rjúpur valið sér dvalarstað. Hér höfðu þær næga fæðu, hér voru þær í góðu skjóli fyrir veðri og vindum, og hér leyndust þær vel fyrir ránfuglum. Og rjúpnapabbi hló og rjúpnamamma kurraði, og ungarnir þeirra léku sér kringum runnana, meðan dagur var á lofti. Á næturnar skriðu þau inn i snjóbyrgið og lögðust þar öll lilið við lilið. Þar áttu þau fjarska mjúkan hvílustað. Og svo stungu þau höfðinu undir væng og iétu sig dreyma um grænar hlíðar og gómsæt bláber. En þegar þau vöknuðu, var allt fjallið sveipað gullrauðum bjarma morgunsólarinnar. Og þá var þeim kalt, svo að kuldinn beit fætur þeirra, og þau sveið í munninn, þegar þau ætluðu að fá sér matarbita. Svo hlupu þau út, veifuðu vængjunum og dönsuðu svo ákaft, að tárin runnu úr augunum og snjórinn þyriaðist allt í kringum þau. Dag nokkurn sáu þau tvo dökka depla koma á fleygiferð niður fjallshlíðina. Ungarnir höfðu ekki séð neitt því líkt fyrr, svo að þeir voru forvitnir og góndu á þá. En samt sem áður skulfu þeir af liræðslu. „Varið ykkur! Varið ykkur, börn! Þetta eru óvinir,“ kurraði rjúpnamamma. — „Ræningjar!“ ropaði rjúpnapabbi. Hann þandi út vængina og flaug nokkru fjær. En deplarnir svörtu komu nær og urðu stærri og stærri. Á fótunum höfðu þeir fjarska langar klær, sem runnu ofan á snjónum. Og það þaut og söng svo einkennilega í víðikjarrinu, og söngurinn óx eftir því sem þeir komu nær. Þegar þessi tröll komu svo nærri, að rjúpunum var að verða hætta búin, námu þau staðar og tóku að tala saman: „Hér hefur verið rjúpnahópur. Hér skulum við leggja snörur." Og svo hófu þeir harla einkennilegt verk. Þeir mokuðu saman snjó í langan haug, með þessum ljótu klóm sinum, og slógu svo í runnana, svo að snjórinn rauk og stofnarnir urðu berir. Síðan brutu þeir af gildar greinar og stungu þeim niður í snjóinn í langri röð, hvað svo sem það átti að þýða! Og nú kraup annar þeirra á kné og fór að fást við einhvern mjóan, svartan þráð. Hann batt hann fastan i gilda grein, sem var i miðri röðinni. Siðan gengu þeir iítið eitt fjær og hófu sams konar starf þar. Rjúpurnar gláptu á þessi furðulegu fyrirbæri, þangað til tárin runnu úr augum þeirra. En rjúpnamamma hvíslaði: „Farið ekki þangað. Það er hættulegt. Systir mín festist í einhverju sliku gaidratæki i fyrra, og þar var lmn, þangað til hún dó.“ Og ng- arnir festu þetta vel í minni og komu ekki þarna nærri ailan þennan dag, og einnig þann næsta. En allur þessi girnilegi matur þarna út frá var ginnandi, og þeir þokuðu sér nær og nær. Það gat þó ekki verið hættulegt að skoða litið eitt þetta skrítna fyrir- bæri! Og svo var það dag einn, að allur ungahópurinn hljóp þangað og fór að borða. Og þeir dönsuðu, hlógu og hrópuðu: „Hæ og hó! Engin hætta. Aðeins matur! Ágætur matur! Namm, namm! Og við, sem trúðum því, sem pabbi gamli og mamma sögðu! Þau sögðu, að þetta væru einhver galdratæki! Ha, ha, ha!“ Þá gerðist það eitt sinn, að einn unginn vék sér ofurlítið til hliðar og festi þá annan fótinn. En livað þetta var skrítið! Hvernig sem hann kippti í og reyndi að losa sig, var það árang- urslaust. Og þegar liann fór að berjast um með vængjunum, flugu þau öll sina leið. En liann sat einn eftir. Hann togaði svo fast í, að honum fannst fóturinn vera að slitna af sér. Og þá fór eitthvað rautt að renna í snjóinn. Þá varð hann svo hræddur, að hann skalf og nötraði eins og biað í vindi. Þegar kvölda tók, hjúfraði hann um sig í snjónum, og um morguninn var hann svo stirður, að hann gat tæpast hreyft sig. Engu að síður brauzt bann um og reyndi að losa sig, eftir því sem síðustu kraftar lians leyfðu. Hann sá eldglæringar, og líðan hans var átakanleg. Er leið á dag, kom annar gaidramaðurinn með löngu klærnar aftur. Þegar hann sá rjúpuna, hljóp hann til hennar, og hann hló, þegar hann henti sér yfir hana. Hún fann, að tvær sterkar tengur gripu um háls hennar og þrýstu svo fast að. honum, að hún fann hræðilega til og var að þvi komin að kafna. Og hún barðist um i æðisgenginni örvæntingu. En Óli beit saman tönnum og þrýsti fastar og fastar. Og bros- ið hvarf af vörum hans. Hann liorfði i hræddu, starandi augun rjúpunnar og fann, hvernig líkaminn litli kipptist til og skalf, þangað til hann tók að skjálfa sjálfur. En hann kreisti samt enn fastar um háls hennar, þangað til yfir lauk. Þá slaknaði loks á vængjunum, og kroppurinn litli varð kyrr og stirður. Óli lagði rjúpuna frá sér, liorfði á hana og strauk mjúklega yfir blóðugt brjóstið. Og svo fór hann að gráta. Hann gat ekki varizt því að hugsa til mömmu, þar sem hún lá, köld og hvít á likbörunum. Og nú var hann hér, aleinn, langt uppi i heiði, og þá gat hann ekki stöðvað tárastrauminn. Og seinna um daginn var hann hreint og beint liræddur við hverja snöru, sem liann kom að. Hann var svo hræddur um, að það mundu vera rjúpur í þeim. Þegar leið að kvöldi, kom hann heim í Fögrulilíð og fleygði pokanum sinum frá sér. Þór hafði líka verið á rjúpnaveiðum, en var nú kominn heim. Fjórar eða fimm rjúpur héngu á nagla uppi undir þaki. Þór tók pokann, hvolfdi úr honum og sagði hlæjandi við Óla: „Þú kemur þá ekki alveg slyppur, karlinn!“ „Ég fékk sex. Ein þeirra hafði aðeins fest annan fótinn og var lifandi.“ „Já, einmitt það.“ „Það er svo leiðinlegt, þegar þær eru lifandi, Þór.“ „Já, víst er svo.“ „Þær eru svo lífseigar! Ef ég rekst á þær fleiri lifandi, er mér skapi næst að skera þær úr og láta þær fljúga sína leið. Eða hvað finnst þér?“ „Bara að þær kveljist ekki hvort sem er?“ „Heldurðu, að þær kveljist lengi í snörunum?" „Þær deyja víst fljótt, — venjulega." Þeir sátu lengi liijóðir og hugsandi. Að lokum sagði Óli hægt: „Mér leiðist mjög að þurfa að sinna þessum rjúpnaveiðum. Mér finnst það svo ljótt, — þetta eru svo fallegir fuglar.“ Hann horfði feimnislega til bróður sins. Hann var hræddur um, að Þór mundi hlæja og kalla hann hugleysingja. En Þór deplaði augunum og leit undan. „Við verðum að verg liarðir, Óli. Það er ekki um neitt annað að ræða, ef við eigum að geta komizt af, -— eins og nú er ástatt." Þeir horfðu ekki lengur með gleði á rjúpurnar sinar, — átu aðeins hljóðir og liugsandi. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.