Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 66

Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 66
Kelly og Stóri Jói (Clint Eastwood og Telly Savalas). an hófst voru hermennirnir ])jálfaðir í notkun hinna gömlu vopna, og á meðan var orrustuvöllurinn undirbúinn og gerð- ur sem líkastur hinum raunverulega orr- ustuvelli við Waterloo. Sovézkir her- verkfræðingar, verkamenn og sveitafóik lögðu sjö km langan veg, alveg eins og Charleroi-veginn í Belgíu, sléttuðu úr tveimur hæðum, dýpkuðu heilan dal, reistu fjóra sveitabæi og endurbyggðu belgiska Jjorpið Placenoit eins og það iagði sig. Það rigndi mikið í Waterloo bæði fyrir orrustuna og meðan á henni stóð, svo að komið var upp margra kílómetra löngu áveitukerfi, svo að hægt væri að gera orrustusvæðið nógu forugt. Mörguin mán- uðum áður en kvikmyndatakan hófst sáðu hændur hveiti, rúgi og byggi, svo að á orrustuvellinum væri sams konar gróður og óx við Waterloo 18. júní 1815. Rúgur- inn varð að ná góðri hæð, því að Welling- ton faldi hluta hermanna sinna í honum. Meira en sex þúsund trjám var plantað, sem öll voru yfir sex metra á hæð; þau voru flutt á staðinn á stórum flutninga- bílum og gróðursett með hjálp mikilla lyftikrana. Fimm Panavision myndatökuvélar voru sendar til Rússlands, og allar tóku þær myndir af orrustunni í einu, sumar úr þyrlum, aðrar úr 100 feta háum turnum, sem reistir voru á heppilegum stöðum á orrustuvellinum. Dráttarkapli var komið fyrir yfir þriggja kilómetra breiðan akur, sem ein myndatökuvélin var dregin eftir yfir höfðum hermannanna, til þess að mynda framsókn franska riddaraliðsins. Leikarar í kvikmyndinni eru af mörgum þjóðum. Steiger er bandarískur og Dan O’Herlihy er irsk-bandarískur, Plummer, Orson Welles, Virginia McKenna, Jack Hawkins, Michael Wilding og fleiri eru enskir, nokkrir leikaranna eru franskir, sextán eru ítalskir og 22 rússneskir, þeirra á meðal eiginkona leikstjórans, Irina Skobzeva, og Oleg Vidov, sem við munum eftir úr dönsku myndinni Rauða skikkjan, sem tekin var að nokkru hér á landi. Sergei Bondarsjúk hefur þá trú, að listir hafi meiri mátt til þess að færa þjóðir heimsins saman en stjórnmál. Þeir eru sjálfsagt ekki margir, sem fengið hafa bæði amerísku Óskarsverðlaunin og Lenin- orðuna fyrir kvikmyndir sínar, en það hefur hann gert. * KELLY’S HEROES (Kappar Kellys) í þessari mynd er horfið aftur til heimsstyrjaldarinnar siðari. Myndin legg- ur áherzlu á eðlilegar bardagasenur, en þó er skopið alltaf ofan á. Hermennirnir, sem eiga í höggi við þýzku herina, eru lieldur tregir til að vera hetjur — það getur jú alltaf kostað líftóruna — þangað til Kelly finnur gull- stengur i fórum liöfuðsmanns eins, sem liann er að yfirheyra eftir að Þjóðverjinn er tekinn til fanga. Er Keily og menn hans komast að því, að Þjóðverjar geyma 14 þúsund gullstengur í viðbót i litlum banka að baki víglínunnar, lialda þeim engin bönd. Þeir ákveða að ná i sinn hlut af gullinu. Yfirmaður þeirra er fjarverandi og verður það í þrjá daga við að „frelsa" ljómandi fallega snekkju, sem hann hef- ur fundið, svo að menn hans með Kelly í broddi fylkingar safna saman her til þess að berjast til gullsins. Þeir halda gegn óvinunum, en mæta harðri mótspyrnu hvar sem þeir sækja fram. Á meðan vekur síminn i aðalstöðv- unum hershöfðingjann; það er yfirmaður hans, sem óskar honum til hamingju með stórsnjalla herstjórnarlist hans. En hon- um er allsendis ókunnugt um, að menn hans eiga í hörðum orrustum við óvinina. 1 þessum her eru þvi ekki kappar einir — hugrekki mannanna kviknar við draum- inn um sigurlaunin. Kelly: Clint Eastwood (þekktur hér úr sjónvarpsþáttunum ,,Rawhide“). Stóri Jói: Telly Savalas Crapgame (Spilarinn); Don Rickles Oddball (Furðufugl); Donald Sutherland Colt hcrshöfðingi: Carroll O’Connor Maitland: Hal Buckley Litli Jói: Stuart Margolin Mitchell: Fred Pearlman Job: Tom Troupe Moriarty: Gene Collins Petchuko: Perry Lopez Litmynd frá M.G.M. Sýningartími: 143 min. Leikstjóri: Brian G. Hutton Glefsur Sean Connery verður „heilinn" á bak við milljón dollara rán, sem framið er i New York. Kvikmyndin á að heita The Anderson Tapes og ieikstjóri er Sidney Lumet. Myndin er byggð á metsölubók eftir Lawrence Sanders.-------Leikkon- an Diane Cilento (eiginkona Seans Conn- erys), sem við sáum hér fyrir skömmu í kvikmyndinni Hombre i Nýja bíói, fæst líka við skáldsagnagerð. Nýlega er kom- in út í Englandi önnur skáldsaga hennar, og nefnist hún Hybrid. — — — Danny Kaye er að snúa aftur til leiksviðsins á Broadway i fyrsta sinn í 28 ár. Hann 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.