Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 26

Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 26
Sóley og Valhildur í dýragarðinum í London. Winston Churchill tók sig vel út í safninu. brúna búningi stormsveitarmanna öðrum megin og Winston Churchill forsætisráðherra hinum megin. Þeir horfðust í augu yfir ganginn. Sóley stanzaði og virti Hitler rækilega fyrir sér. Svo þetta var þá maðurinn, sem hleypti öllu í bál og brand. Og svo var heimsókninni f vaxmyndasafn Madame Tussaud lokið, og úti fyrir var glaða sólskin og steikjandi hiti. Utan safns- ins mætti þeim stórborgin með öllum sínum hraða, enda um- ferðin í fullum gangi, og Sóleyju fannst bíll á þremur hjólum með því sniðugra, sem hún hafði séð þarna af farartækjum. Þau fóru frá Baker Street, þessari frægu götu Sherlock Holmes, í neðan- jarðarlest niður á Oxford Circus. Þar skiptu þau um lest og fóru yfir í nýjustu og beztu neðanjarðarbraut Lundúna, niður á Victoria- stöð, en þar var meiningin að taka lest til Brighton, þess fræga baðstaðar á suðurströnd Englands. Þau komu á Viktoria-járn- brautarstöðina og eftir nokkurt þóf fengu þau farmiða til Brighton. Þangað átti lestin að fara eftir 10 mínútur. Það var frekar rólegt á stöðinni, enda klukkan að verða 14.00 og aðeins skemmtiferða- fólk með lestinni. Þau voru ekki fyrr setzt inn í járnbrautarvagn- inn en þjónn birtist og bauð þeim alls kyns veitingar. En lystin var ekki nema f meðallagi, og ávaxtakaka var látin duga. Á mínútunni kl. 14.00 lagði lestin af stað. Ferðin til Brighton var hafin. Þetta var í fyrsta sinn, sem þær vinkonurnar ferðuðust í járnbrautarlest, svo alltaf reyndu þær eitthvað nýtt í ferðinni. Það vakti athygli ferðafélaganna og jafnframt dálitla furðu, hve byggðin var þétt, samfelld milli Lundúna og Brighton. Lengst af var ekið í gegnum íbúðarhverfi, en í fjarska sáust skógi vaxnar hæðir, og það mátti segja, að þessi hluti Bretlands væri mjög gróðursæll og jafnframt falle^ur. Þarna skiptust á bleikir akrar og slegin tún, en víðast hvar voru einhverjar byggingarfram- kvæmdir. Meðfram járnbrautarlínunni voru viða knattspyrnuvell- ir og leikveliir, en svo tóku við óyndislegri staðir, svo sem verk- smiðjur með tilheyrandi ruslahaugum og óþrifum. Á stöku stað var heyskapur í fullum gangi og vélbundnir baggar stóðu í stökk- um. Framhald. Skák Hér kemur gömul skák, sem 12. Rd5 — Kd8 tefld var í Pétursborg i Rúss- 13. Bc3 — He8 landi árið 1891. Byrjunin nefn- 14. Bf61 — Bg5 ist Kóngsgambítur. 15. g4 — Dg6 16. Bxg5 — Dxg5 Hvítt: Svart: 17. h4! — Dxh4 1. e4 — e5 18. Dxf4 — d6 2. f4 — exf4 19. Rf6 — Re5 3. Rf3 — g5 20. Hxe5! — dxe5 4. Bc4 — g4 21. Dxe5 -— Bxg4 5. 0—0 — gxf3 22. Dd4t — Kc8 6. Dxf3 — Df6 23. Be6t — Kb8 7. e5 — Dxe5 24. Rd7t — Kc8 8. d3 — Bh6 25. Rc5t — Kb8 9. Rc3 — Re7 26. Ra6t — bxa6 10. Bd2 — Rb-c6 11. Ha-el — Df5 27. Db4t — Mát. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.