Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 71
_____________
Seltjarnarnes
Brimið æðir upp að klett-
óttri ströndinni. Holskeflurnar
skella á gróandanum. Óhugn-
anlegur kraftur þeirra rifur
UPP graslendið. Stórir stein-
hnullungar færast úr stað.
Naustin við ströndina hverfa
í sjávarúðánn. Veðurhamurinn
er tryllingslegur.
Grásvört steinbákn risa yfir
öllum þessum náttúruliamför-
11 rn■ Það eru strandvirki frá
timum seinni heimsstj’rjaldar-
innar. Þau standa óhagganleg
°far öllu, eins og stríð yfir
HEIÐA — Framhalclssa^a í myntlum.
friði. Samt er eitthvað í und-
irvitundinni, sem segir, að
friður hvili brátt yfir lágu
nesinu.
Bláleit birta færist upp á
vesturloftið. Skýin tætast
sundur. Þau gej’sast um him-
ininn eins og ólmir riddarar.
Storminn snöggherðir. Sjórinn
í'fist og livítfreyðir. Öldurnar
minnka. Skyndilega lægir
vindinn. Allt er hljótt. Lífið
stendur á öndinni. Svo fer að
figna. Jafnt og þétt rignir heit-
um regndropum. Sjóganginn
lægir. Regnið skolar burt óró-
ieikanum og ókyrrðinni. Poll-
ar stórir og mórauðir mynd-
ast á götunni. En svo? Mönn-
um verður litið upp í himin-
inn. Það er hætt að rigna. Ský
sést varla á lofti. Himinninn
er nær alheiður. Sólin glamp-
aj- á strætinu. Nesið skartar
sinum fegurstu djásnum:
daggardropum og blómakrón-
um, sem éru að opnast. Nátt-
óran hj’rjar að græða það, sem
veðrahamurinn hefur eyðilagt.
Það er aldrei eins gaman að
lifa og á þeirri stundu. Náttúr-
an hefur aldrei verið eins fög-
ur á Seltjarnarnesinu.
Ivar Arnason.
189. AMMA getur ekki á sér setið að faðma Klöru aftur og aftur að sér. „Nú verðum við að
senda honum pabba þínum skeyti og biðja hann að koma. En við segjum honum ekki ástæð-
una. Þetta verður að koma á óvart, eins og það kom mér á óvart.“ Afi gengur út, stingur
fingrinum upp í sig og flautar hvellt og lengi. Flautið bergmálar fram og aftur milli fjall-
anna. Pétur, sem skilur merkið, kemur að vörmu spori. Hann tekur við skeytinu og hleyp-
ur með það niður í þorpið. — 190. ÞEGAR hér er komið, hefur faðir Klöru, herra Sesemann,
ákveðið að koma óvænt í heimsókn til dóttur sinnar. Hann er nú á leið upp fjallið. En það
er um svo marga götuslóða að ræða, að hann er ekki viss, hvern þeirra skal halda. Þá
kemur hann auga á Pétur, sem kemur hlaupandi með símskeytið í hendinni. „Er ég á réttri
leið til hans afa?“ hrópar hann til Péturs. Pétur rekur upp óp og hleypur eins og byssu-
brenndur. Hann hrasar og dettur.
191. PÉTUR fer í loftköstum niður hlíðina eins og hjólastóllinn fór. Til allrar hamingju
brotnar hann ekki í mél, en stanzar dálítið viðutan niðri í þorpinu frammi fyrir bakaran-
um, nákvæmlega á sama stað og stóilinn hafði Ient. „Nú, nú, þarna kemur einn enn,“ segir
bakarinn. „Hverjum skyldi verða þeytt næst fram af, sem yrði mélinu smærri?" Pétur
staulast á fætur og haltrar upp til geitanna sinna. Hann verkjar í hvern lim og lið. Hann
er lafhræddur, því hann heldur, að Sesemann sé lögreglumaður, sem ætli að handtaka hann.
192. HERRA Sesemann er kominn upp að húsinu og hlakkar tii að koma dóttur sinni á
óvart. En frá búsinu hefur sézt til hans. Tvær telpur koma á móti honum. Önnur er dökk-
hærð með hrokkið hár. Hún styður stóra ljóshærða telpu, sem er bústin í andliti og rjóð í
kinnum. Sesemann nemur staðar og starir. Augu hans fyllast tárum. Endurminningum skýt-
ur upp. Þetta er lifandi eftirmyndin hennar móður hennar Klöru. Er hann að dreyma?
Árgangur ÆSKUNNAR árið
1971 kostar kr. 380,00. Gjald-
dagi blaðsins er 1. apríl n. k.
Borgið blaðið á gjalddaga,
því þá hjálpið þið til að gera
blaðið enn stærra og fjöl-
breyttara en nokkru sinni
áður.
Allir kaupendur ÆSKUNN-
AR njóta hins sérstaka tæki-
færisverðs á öllum bókum
blaðsins. Verðmunur frá bók-
söluverði á hverri bók er um
30%.
71