Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 15

Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 15
Stutt framhaldssaga fyrir börn. Saga frá Vestur-lndíum, þar sem mönn- um stóS fyrrum ógn af sjóræningjum, og þar sem enn lifa munnmælasögur um þá og fjársjóSi þeirra. Atlantshafið valt áfram í löngum, sólgljáðum, bláum öld- um, sem brotnuðu á eyjunum í fjarska. Á þessum slóðum höfðu sjóræningjarnir siglt skipum sínum fyrir tveimur öld- um — hér voru smáeyja-klasarnir, þar sem þeir höfðu haft bækistöðvar sínar. Enn voru á sveimi munnmælasögurnar um hermdarverk þeirra á þessum slóðum, enn var skrafað um fjársjóðu, sem þeir hefðu átt að grafa í jörðu, um ægilegar orrustur, um sjóræningja, sem rændu hin spænsku silfurflutninga- skip með ströndum fram, eða borgirnar á ströndinni, — eða þá um hina fræknu Englendinga, sem sífellt áttu I höggi við þessa úlfa hafsins og gersigruðu þá að lokum. Hversu margir voru þeir ekki, ungu mennirnir, sem hlýtt höfðu með áfergju á þessar frásagnir og gert sér vonir um, að þeir yrðu meðal hinna happasælu manna, sem fyndu falið gull hinna framliðnu sjóræningja. Þeir höfðu orðið gamlir menn, á meðan þeir héldu þessari leit áfram. Örfáir þeirra höfðu ef til vill haft heppnina með sér 1— en margfalt fleiri voru þó hinir, sem urðu þreyttir og gáfust upp við þetta vanþakkláta starf. Rex Carey og Andy Orman voru félagar, sem verið höfðu samrýmdir frá því er þeir voru drengir. Þeir höfðu verið samferða í gegnum menntaskólann gamla, þar sem margar kynslóðir drengja höfðu vaxið úr grasi og orðið fullorðnir menn, og þar eð þeir höfðu báðir misst foreldra sína og áttu engin náin skyldmenni, komu þeir sér saman um að fara til Vestur-lndía með afganginn af þeim arfi, sem gert hafði þeim kleift að alfa sér góðrar menntunar. ,,Það er ekki óhugsandi að við yrðum svo heppnir að finna eitthvað af sjóræningjafjársjóðunum," sagði Rex ein- hverju slnni í gamni, þegar þeir voru að þollaleggja um þetta, — enda trúði hann því tæpast sjálfur, að sú von myndi rætast. „Að minnsta kosti legg ég það til málanna, að við kaup- um okkur litla snekkju í félagi, sem ekki sé viðameiri en það, að við getum stjórnað henni sjálfir og hirt. Og verði árangur leiðangursins ekki annar, þá verða þetta þó dá- samlegir fridagar, áður en við þurfum að fara að vinna fyrir okkur í fullri alvöru!" svaraði Andy. Á Jamaica höfðu þeir dvalizt nokkurn tíma, og þar kom fyrir þá atvik, sem gaf þeirri ósk þeirra byr undir báða vængi, að eignast snekkjuna og ieggja i leiðangur í leit að sjóræningjaguili. Þeir höfðu nú verið að slaga fram og aftur um blátt og lygnt hafið, en ákvörðunarstaður þeirra var hinn illræmda eyja, frá dögum sjóræningjanna, sem nefnd var Skjald- bökueyjan, og nú, já, nú leit út fyrir, að þeir myndu kynn- ast þessari eyju mjög á annan veg, en þeir höfðu gert ráð fyrir og þeim geðjaðist að. „Fljótur nú, Andy, gættu að þér! Á stjórnborða með stýrið, — hart á stjórnborða!" Rex Carey sleppti seglinu, og Andy Orman, félagi hans, lagðist á stýrið með öllum þunga sínum og afli. Þeir voru náfölir í framan af áreynslu, þó að sólskinið væri búið að gera þá þrúna á hörund. Og starandi augum einblíndu þeir fram undan sér, þar sem öldurnar brotnuðu á rifi einu með fossandi nið. Fáein augnablik stóðu þeir sem höggdofa á milli vonar og ótta — síðan var úr þessu skorið með braki og brestum, þegar snekkjan, sem þeir voru á, tók niðri á grynningunum með snöggum rykk, og hvítar kóraila-tennurnar rifu breiða ristu i gegnum botn skipsins. Sjórinn tók þegar að fossa inn í það. Óvæntir straumar og kóralrifið úti fyrir strönd Skjald- bökueyjarinnar í Karíbahafinu höfðu hér unnið sigur og hremmt enn eina fórnina. Hvorugur ungu mannanna mundi síðar nema undan og ofan af því, sem gerðist á næstu augnaþlikum. Ferleg alda skall yfir þá, sogaði þá með sér og grenjaði í eyru þeirra. Volgur sjórinn fyllti öll vit á þeim og þeir börðust harðri baráttu við að ná andanum. Þetta varð æðisgengin barátta við að ná andanum. En hún mun ekki hafa staðið ýkja lengi, því að allt í einu urðu þeir þess varir, að þeir voru komnir inn i lygnt lón fyrir innan grenjandi og fossandi brimgarðinn. Tíu mínútum síðar voru þeir komnir upp í þurra og hlýja fjöruna. Byrjuðu þeir þá á því að vinda mesta sjóvatnið úr fötum sínum, og nú rauk úr þeim í steikjandi hitabeltis- sólskininu. Báðir höfðu þejr borgið lífi sínu — en skip þeirra var brotið í spón. Enn voru þeir vinir og þátttakend- ur í leit að sjóræningjagulii, en snekkjan, sem þeir höfðu ætlað að komast á frá eyjunni aftur, var nú ekki annað en fánýtt spýtnabrak. Andy stóð upp í hægðum sínum og sagði: „Þetta var Ijóta óheppnin, Rex." „Rétt segir þú, hinn frómi," svaraði Rex. „við höfum glatað bátnum og nestisbirgðum okkar öllum, áhöldum, verkfærum og öllu — nema llfinu." „Og það er einmitt það, sem er mikilvægast,“ varð Andy að orði, „og hvað sem öðru líður, þá erum við þó komnir til Skjaldbökueyjarinnar!“ Framhald f næsta blaði. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.