Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 12

Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 12
Odráttur á færi MARGT BÝR í SJÓNUM Fyrir öllum Eyrarbakka gengur hraun I sjó fram. Þar sem hraunið þrýtur, myndast á mararbotni tangar og skag- ar og milli þeirra vikur og vik inn i hraunröndina. Eru víkur þessar í daglegu tali nefndar holur, og þekkja sjó- menn þar um slóðir nákvæmlega legu þeirra, sem á þurru landi væri. í holunum er sléttur leirbotn og oft fiskisælt. Framundan Hraunshverfi eru þrjár slíkar holur merkastar. Austast er Bjarnavörðuhola. Hún er þar, sem Bjarnavarða — það er vörðubrot stuttu fyrir austan Hraunsá — ber í öxlina á Ingólfsfjalli eða hamarinn syðst (fjallið um Bjarna- vörðu). — Þá er Borgarhola. Hún er þar, sem Borg ber í sama stað á Ingólfsfjalli (fjallið um Borg). Þá er Hrauns- hola, þar sem Litla-Hraun ber í Seyðishóla. Oft heyrði óg talað um það, að sjómenn hefðu orðið varir við eltthvað einkennilegt ( holunum, sérstaklega á undan veðrabrigðum. Hefðu einkum verið mikil brögð að þvi hafísárið mikla (1882). Lýsti það sér einkum í þvl, að menn festu færi sín á sléttum botni og þá með hálfundar- legum hætti. Hugðu menn, að þetta væri stór skepna, sem legðist ofan á veiðarfærin. En það var gömul trú meðai sjómanna, að losna mætti við ódrátt á færi eða lóð með því að leggja á linuna þrjár hendur. Varð ég sjálfur einu sinni fyrir því að festa lóðina i holunum og losna með þessum hætti, og þvi hef ég sagt frá þessu, að mér þótti reynsla mín staðfesta mjög eindregið ummæli gamalla sjómanna um þetta. Einu sinni sem oftar fórum við í róður frá Eyrarbakka og lögðum lóðina fram af Hraunsrifi f dimmu um morguninn. Sáum við lítið eða ekkert til miða. ( birtingu fórum við að taka, en þegar inn á lóðina kom, fór hún að þyngjast nokkuð, svo að tæplega náðist neitt inn. Var þá farið að gá að þvi, hvar við værum staddir eða hvort nokkuð væri að óttast hraun. Einn af skipverjum var Jón Jónsson frá Skúmsstöðum, sem kallaður var Jón Eyvindur. Hann hafði lengi verið heppnisformaður bæði á Eyrarbakka og í Þor- lákshqfn. Þegar hann sér, hvar við erum staddir, segir hann: „Nú, við erum þá hérna í Borgarholunni. Ætli sú gamla sé ekki lögzt á lóðina?“ Síðan bætti hann við: „Það væri kannski reynandi að ieggja á hana þrjár hendur.“ Tók hann þá með annarri hendi um lóðina fyrir neðan hendurnar á mér, svo að þrjár hendur urðu á llnunni. Var þá sem hnifi væri brugðið á lóðina, en mér lá við að falla aftur yfir mig, svo snögglega losnaði hún. Eftir það lá lóðin alveg laus fyrir. Hún var með öllu heil og óskemmd og var ekki slitinn af henni svo mikið sem einn öngull. (ísienzkir sagnaþættir, Guðna Jónssonar, sögn Jóhanns formanns Guðmundssonar frá Gamla Hrauni.) aftur úr skógarferðinni, fór faðir þeirra að verða órólegur. Kallaði hann Kodadad fyrir sig, skipaði honum að fara að leita að sonum sínum, og skyldi hann engu fyrir týna nema Iffinu, ef hann kæmi tómhentur til baka. Það var vondaufur prins, sem lagði af stað i leitina. Á öðrum degi kom hann allt i einu að mjög stóru rjóðri ( skóginum, og i þessu rjóðri stóð stór og skuggaleg höll. Er hann kom nær, sá hann, að I einum hallarglugganum sat fögur stúlka, en eitthvað hlaut að vera að, þvi að hár hennar var [ mikilli óreiðu, og náföl var hún í andliti. „Ókunni maður!" hrópaði hún til hans. „Farðu strax burt héðan frá þessari höll. Hér býr ógurlegur risi, sem er mannæta. Hann tekur alla ferðamenn, sem villast hingað og-------.“ Lengra komst hún ekki í þessari orðræðu sinni, þv( að ( þessu kom risinn flengríðandi á ógnarstórum hesti. Risinn var hinn mesti rumur, digur sem naut og blár sem hel. Þegar hann kom auga á prinsinn öskraði hann upp: „Gef þig á mitt vald, annars drep ég þig strax hér á staðnum!" En Kodadad hafði aldrei hopað fyrir neinum. Hann brá sverði s(nu og hjó til risans svo fast, að af tók annan fótinn. Hrataði þá risinn af hesti slnum, og skipti það eng- um togum, að prinsinn gekk af honum dauðum. I þeim svifum heyrði Kodadad, að stúlkan kallaði: „Komdu og frelsaðu mig, lyklarnir að höllinni eru í vasa risans." Er hann hafði tekið lyklana í hönd sér, var greiður gang- ur inn í hallargarðinn, en þar tók ókunna stúlkan á móti honum með mörgum þakkarorðum fyrir frelsunina. „Enginn hefur hingað til þorað að berjast við þessa ófreskju, sem nú er dauð. Nú ert þú herra þessarar hall- ar.“ — Athygli prinsins beindist skjótt að lágum stunum, sem virtust koma neðan úr kjallara hallarinnar. „Hverjir eru þarna?“ spurði hann stúlkuna. „Þarna niðri eru allir þeir ferðaiangar, sem risinn tók til fanga og hugðist geyma og óta síðan smátt og smátt.“ Framhald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.