Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 67

Æskan - 01.01.1971, Blaðsíða 67
leikur og syngur aðalhlutverkið i Two by t"'o, sem er söngleikur eftir Richard Itodgers.------Oliver Reed (í Laugarás- hiói fyrir skömmu i myndinni The Jokers (Bragðarefirnir)) og Candice Bergen sluppu naumlega lifandi ásamt mörgu starfsfólki við myndina The Hunting Rarty, er flugvél, sem þau voru í, lenti • erfiðleikum rétt fyrir lendingu. Það kviknaSi i einum hreyflinum. „Ég liélt a*5 min síðasta stund væri upp runnin," sagði Oliver Reed, „en allir voru rólegir, °g við lentum heil á húfi.“ — — — Knattspyrnukappinn frægi, George Best, leikur smáhlutverk í kvikmyndinni Percy, sem Hywel Bennett leikur aðalhlutverkið *• ^est leikur heimsfrægan knattspyrnu- ■Pann, sem heitir Georgie Most! — Ekki roikill munur á því að vera „beztur" og „mestur“! — — — „Hálft gamanið við að vera leikari er, að þá kemst maður hurtu frá þessum þrautleiðinlega náunga, sem maður er dagsdaglega." sagði Richard Burton fyrir skömmu.----— -— Hr. Kjagari er nytt nafn í kvikmyndaheiminum. Hann leikur aðaihlutverkið i nýrri gamanmynd f'á Disney kvikmyndafélaginu, en hún Heitir The million dollar Duck (Milljón dala öndin). Hr. Kjagari er nefnilega önd, sem valin var úr stórum hópi umsækjenda, hegar honum hafði tekizt að sannfæra framleiðandann um leikhæfileika sína. ^eð honum leika i myndinni Dean Jones, sem oft hefur sézt hér í kvikmyndahús- unum, og Sandy Duncan, sem liingað til hefur niest leikið á sviði. Þetta verður sjöunda mynd Deans fj’rir Disney kvik- myndafélagið. SVÖ R Nú berst mikið af bréfum frá ykkur, og nú \erðið þið að hafa dálitla biðlund, þótt dragist að svara bréfum. Hér tökum við nokkur bréf: Kæra Æska. Mig langar að biðja þig að skera úr um það, hvort Nancy Sinatra 11 fædd 1940 eða 1941. Geturðu lika reynt að birta afmælisdag Franks Sinatra og arið sem hann er fæddur og lika heimilis- ang hans? Og svo ætla ég að biðja þig að reyna að birta heimilisfang Banda- rikjamannsins, sem leikur Tony Nelson i niyndinni Dísa, sem sjónvarpið flytur. J *er þætti vænt um, ef þú vildir einnig hta heimilisfang James Garner, sem lék averick í sjónvarpinu fyrir 2—3 árum, ng fæðingardag og ár, ef hægt er. Að jokum langar mig að biðja þig að birta 'eimilisföng allra manna, sem til tungls- •ns hafa komið. — Guðmundur á Akureyri. Þetta var nú ekkert smáræði, og þá er bezt að byrja á byrjuninni. Nancy Sinatra er fædd 8. júní 1940 i Jersey City i New Jersey. Frank Sinatra, faðir hennar, er fæddur i Hoboken í New Jersey 12. des- ember 1915 sem Francis Albert Sinatra. Heimilisfangið vantar okkur, eins og svo mörg fleiri, t. d. Larry Hagman, sem leikur Tony Nelson, og James Garners, en hann er fæddur 7. april 1928 í Norman í Oklahoma, og hét í æsku James Bum- garner. Heimilisföng þeirra, sem til tunglsins hafa komið, höfum við ekki — og eiga raunar naumast heima í þessum þætti — en reynandi er að stila bréf til þeirra svona: NASA, Cape Kennedy, Flor- ida, U.S.A. — NASA er Geimferðastofnun Bandaríkjanna, svo að bréfin ættu að geta komizt í réttar hendur. Þeir, sem á tunglið hafa stigið, eru: Neil A. Arm- strong og Edwin E. Aldrin, sem fóru með Apoilo 11 (Michael Collins, sem með þeim var, varð eftir í geimfarinu á braut um tungiið); í Apollo 12 voru Charles Con- rad og Alan L. Bean, sem lentu á tungl- inu, og Richard F. Gordon, sem varð eftir í geimfarinu. Geimfararnir i Apollo 13 urðu að snúa aftur, eins og allir muna. Tom Courtenay og Goldie Hawn. Goldie varð fyrst fræg í bandarískum sjónvarps- þáttum (Laugh-In) en sneri sér síðan að kvikmyndum — meðal annars myndinni Cactus Flower með Ingrid Bergman og Walter Matthau. Guðrún R. biður um upplýsingar um Tom Courtenay og helzt mynd af honum. Tom Courtenay er fæddur 25. febrúar 1937 í Hull og er af fátæku fólki kominn. 1958—1960 stundaði hann nám við Kon- unglegu akademíuna og hlaut strax gífur- legt lof fyrir titilhlutverkið í Billy lyg- ari, sem hann lék fyrst á sviði í janúar 1961. Hlutverkið léku þeir á víxl hann og Albert Finney. Hann hefur leikið í mörgum myndum, og hér sáum við hann fyrir skömmu í Nýja bíói í kvikmyndinni The day tlie fish came out (Þegar fisk- arnir dóu). í bréfi frá Akureyri er spurt, hver hafi leikið lögreglustjórann i myndinni Miðið ekki á lögreglustjórann, og ennfremur, hvort Sean Connery á heima í Bretlandi eða Bandarikjunum. Ef við munum rétt, þá var það James Garner, sem lék lög- reglustjórann. Um Sean Connery er óhætt að fullyrða, að hans fasta heimili er í Bretlandi, en frægir leikarar verða raunar að flækjast svo víða, að þeir eiga margir lieiinili í tveimur eða Jiremur löndum. Frá Hafnarfirði og Hrísey berast fyrir- spurnir um Led Zeppelin. Þótt ekki heyri það beint þessum jiætti til, skulum við segja það sem við vitum: Hljómsveitin var stofnuð sumarið 1968. Stjórnandi og gitarleikari er Jimmy Page, fæddur 9. janúar 1944 í London (lék áður með The Yardbirds), söngvarinn er Robert Plant (fæddur 20. ágúst 1948 í Birmingham), bassa- og organleikari er John Paul Jones (fæddur 3. janúar 1946 í London) og trommuleikari er John Bonham (fæddur 31. maí 1948 í Birmingham). Þeir hafa mikið verið í Bandarikjunum, og bréf til þeirra komast til skila, ef þau eru send: C/o Steve Weiss, 444 Madison Avenue, Nfcw York, N. Y., USA. Því miður vitum við ekki, h\e háir þeir eru. Bugga biður um upplýsingar um Tom Jones. Hann er fæddur 7. júní 1940 í Pontypridd í Wales og var uppgötvaður (1963) af umboðsmanninum Gordon Mills (þeim hinum sama, sem uppgötvaði Engel- bert Humperdinck. Eiginkona Toms (hann heitir raunar réttu nafni Thomas Jones Woodward) heitir Linda, pg hana gekk hann að eiga, er hún var 16 ára gömul. Þau eiga einn son, Mark. Tom á sér- staklega smíðaðan Rolls-Royce, Mercedes sportbíl, þrjá veðhlaupahesta og 20 lier- bergja einbýlishús í Weybridge í Surrey, Englandi. Utanáskrift lians er: C/o Gor- don MiIIs, 24—25 New Bond Street, Lon- don W. 1. England. Svo skrifar aðdáandi dr. Corders og biður um upplýsingar um Herbert Lom, sem leikur hann. Við gerðum Herbert Lom nokkur skil í septemberblaðinu síð- asta, og það verður að duga í bili. Nei, við vitum ekki til þess, að negrasöngkonan Mahalia Jackson liafi nokkru sinni haldið söngskemmtun hér á landi, en hins vegar hefur hún séy:t hér i kvikmyndum. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.