Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1971, Side 26

Æskan - 01.01.1971, Side 26
Sóley og Valhildur í dýragarðinum í London. Winston Churchill tók sig vel út í safninu. brúna búningi stormsveitarmanna öðrum megin og Winston Churchill forsætisráðherra hinum megin. Þeir horfðust í augu yfir ganginn. Sóley stanzaði og virti Hitler rækilega fyrir sér. Svo þetta var þá maðurinn, sem hleypti öllu í bál og brand. Og svo var heimsókninni f vaxmyndasafn Madame Tussaud lokið, og úti fyrir var glaða sólskin og steikjandi hiti. Utan safns- ins mætti þeim stórborgin með öllum sínum hraða, enda um- ferðin í fullum gangi, og Sóleyju fannst bíll á þremur hjólum með því sniðugra, sem hún hafði séð þarna af farartækjum. Þau fóru frá Baker Street, þessari frægu götu Sherlock Holmes, í neðan- jarðarlest niður á Oxford Circus. Þar skiptu þau um lest og fóru yfir í nýjustu og beztu neðanjarðarbraut Lundúna, niður á Victoria- stöð, en þar var meiningin að taka lest til Brighton, þess fræga baðstaðar á suðurströnd Englands. Þau komu á Viktoria-járn- brautarstöðina og eftir nokkurt þóf fengu þau farmiða til Brighton. Þangað átti lestin að fara eftir 10 mínútur. Það var frekar rólegt á stöðinni, enda klukkan að verða 14.00 og aðeins skemmtiferða- fólk með lestinni. Þau voru ekki fyrr setzt inn í járnbrautarvagn- inn en þjónn birtist og bauð þeim alls kyns veitingar. En lystin var ekki nema f meðallagi, og ávaxtakaka var látin duga. Á mínútunni kl. 14.00 lagði lestin af stað. Ferðin til Brighton var hafin. Þetta var í fyrsta sinn, sem þær vinkonurnar ferðuðust í járnbrautarlest, svo alltaf reyndu þær eitthvað nýtt í ferðinni. Það vakti athygli ferðafélaganna og jafnframt dálitla furðu, hve byggðin var þétt, samfelld milli Lundúna og Brighton. Lengst af var ekið í gegnum íbúðarhverfi, en í fjarska sáust skógi vaxnar hæðir, og það mátti segja, að þessi hluti Bretlands væri mjög gróðursæll og jafnframt falle^ur. Þarna skiptust á bleikir akrar og slegin tún, en víðast hvar voru einhverjar byggingarfram- kvæmdir. Meðfram járnbrautarlínunni voru viða knattspyrnuvell- ir og leikveliir, en svo tóku við óyndislegri staðir, svo sem verk- smiðjur með tilheyrandi ruslahaugum og óþrifum. Á stöku stað var heyskapur í fullum gangi og vélbundnir baggar stóðu í stökk- um. Framhald. Skák Hér kemur gömul skák, sem 12. Rd5 — Kd8 tefld var í Pétursborg i Rúss- 13. Bc3 — He8 landi árið 1891. Byrjunin nefn- 14. Bf61 — Bg5 ist Kóngsgambítur. 15. g4 — Dg6 16. Bxg5 — Dxg5 Hvítt: Svart: 17. h4! — Dxh4 1. e4 — e5 18. Dxf4 — d6 2. f4 — exf4 19. Rf6 — Re5 3. Rf3 — g5 20. Hxe5! — dxe5 4. Bc4 — g4 21. Dxe5 -— Bxg4 5. 0—0 — gxf3 22. Dd4t — Kc8 6. Dxf3 — Df6 23. Be6t — Kb8 7. e5 — Dxe5 24. Rd7t — Kc8 8. d3 — Bh6 25. Rc5t — Kb8 9. Rc3 — Re7 26. Ra6t — bxa6 10. Bd2 — Rb-c6 11. Ha-el — Df5 27. Db4t — Mát. 26

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.