Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1974, Blaðsíða 11

Æskan - 01.10.1974, Blaðsíða 11
iitla stúlkan kom til dyranna, brosandi út undir eyru og bauð mér inn. Þegar ég kom inn, brá mér heldur en ekki í brún. Stór og gervilegur maður ( strigabuxum og með strigasvuntu lá á hnjánum á gólfinu með skólpfötu hjá sér og var að þvo gólfið. Maðurinn leit upp, þegar ég kom inn, og ég þekkti andlitið. Það var enginn annar en kaþ- ólski presturinn. Hann stóð upp bros- andi, tók þétt í hönd mína og sagði: ..Nú líður betur hérna en í gærkveldi." Öllu leið vel. Ég kynntist þessum presti talsvert ®ftir þetta og dáðist að honum fyrir roargra hluta sakir. I fyrsta lagi var hann höfðinglegur og tilkomumikill mað- ur, í öðru lagi var hann svo lesinn og vel menntaður, að hann gat talað með skilningi um hvað sem vera vildi, og 1 þriðja lagi var hann fús og fljótur til hjálpar, hvar sem hann náði til og hjálp- ar var þörf. Hafi ég nokkru sinni kynnst sannkristnum manni, þá var það þessi kaþólski prestur. Ég sá það löngu seinna, að hann hafði dáið í bifreiðar- slysi, þar sem hann var á ferð til þess að hjálpa manni úr einhverjum vand- ræðum. IV. Hundurinn Einu sinni seint um kvöld var ég kall- aöur til þess að vitja barns, sem sendi- maður sagði, að væri dauðveikt. Þetta Var sextán mílur í burtu. Vegir voru með öllu ófærir, en það fylgdi boðun- urn, að ég þyrfti að koma tafarlaust. Ég vakti mann, sem vann að því að hta eftir járnbrautinni, og bað hann að flytja mig þessar sextán mílur og heim aftur. Hann hafði svolítinn hjólavagn, sem gekk fyrir gasolíu, jiggers eru þeir kallaðir, þessir litlu vagnar; þeim var rennt eftir járnbrautarteinunum. Þeir voru sérlega léttir, og maðurinn fór afar hratt: Þegar við vorum komnir miðja vegu °9 fórum fram hjá smáþorpi, sem Clark- leigh heitir, kom hundur hlaupandi og Qeltandi á móti okkur og hljóp beint •yrir vagninn. En sökum þess hve léttur vagninn var og hve hratt var farið, hrökk hann út af járnbrautinni, um leið og hjólin fóru yfir hundinn. Vagninn lenti 'angt úti á sléttu með okkur báða, vagn- stjórann og mig. Við urðum báðir fyrir Svo miklum hristingi, að við vorum með- V'tundarlausir um tíma. Vagnstjórinn raknaði við á undan mér, en ég vaknaði við það, að hann skvetti framan í mig gusu af ísköldu vatni. Við vorum báðir dálítið hruflaðir og marðir, en hvorugur skaðlega meiddur. Við stauluðumst heim í þorpið, vöktum upp fólk, sem við þekktum, og hvíldum okkur þar, á meðan hitað var á katlin- um. Að lokinni kaffidrykkju vorum við talsvert hressari, en þorðum þó ekki annað en að fá mann tli að fylgja okkur. Það fannst okkur ganga kraftaverki næst, að hundurinn skyldi ekki verða okkur báðum að bana. V. Hugboð Ég sat einu sinni í litlu starfsstofunni minni og var að lesa bók. Það var dreg- ið á dyr. „Kom inn!“ sagði ég. Dyrnar voru opnaðar og inn kom maður, sem ég þekkti vel. Ég hafði verið heimilis- læknir hans í mörg ár. „Ég kem nú í skrítnum erindum I þetta skipti," sagði hann, eftlr að hann hafði heilsað mér. Ég horfði framan í hann, reiðubúinn að hlusta á hann. „Það er viðvíkjandi konunni minni,“ sagði hann. „Eins og þú veist, eigum við von á fjölgun, og konan einhvern veginn bitið sig fast í það, að eitthvað hræðilegt verði að barninu. Ég er alveg í vandræðum með hana. Ég er dauð- hræddur um, að hún sé að missa vitið. Ég kom til þess að tala um þetta við þig og biðja þig að reyna að koma vitinu fyrir hana." Við komum okkur saman um, að hún kæmi til mín næsta dag, og ég lofaði manninum að gera eins og best ég gæti. Daginn eftir kom hún á tilsettum tíma, og allt var við það sama og mað- urinn hafði sagt. Hún sagðist hafa það á tilfinningunni, að eitthvað skelfilegt yrði að barninu, þegar það fæddist. „Ég hef reynt og reynt að hrinda þessari hugsun frá mér,“ sagði hún, „en mér hefur verið það alveg ómögulegt." Ég reyndi að sýna henni fram á, hversu mikil fjarstæða þetta væri: Ég hafði tekið á móti tveimur börnum þeirra hjóna. Þau voru bæði vel gefin að öllu leyti andlega og líkamlega. Það var enginn vanskapningur til í ættum henn- ar og ekki heldur manns hennar. Allt þetta reyndi ég að skýra fyrir henni og ýmislegt fleira. Hún virtist sannfærast um það, sem ég sagði henni, og var svo nokkurn veg- inn laus við þessa ímyndun, það sem eftir var af meðgöngutímanum. Svo veiktist hún á réttum tíma; ég fór með hana á spítala og var þar hjá henni, þangað til barnið var fætt. En viti menn! Barnið var svo vanskap- að, að á því var tæpast nokkur manns- mynd: Það var tvíkynja, vantaði allan efri partinn af höfðinu, hafði engan háls og fleira var að. Ég vissi ekki, hvað ég átti að gera. Líklega hefði ég átt að kalla annan lækni og ráða það af með honum, hvað gera skyldi. En mér datt það ekki I hug þá, heldur klippti ég naflastreng- inn umsvifalaust, án þess að binda fyrir og lét þessum vesalings vanskapning blæða út. Og ég mundi óhikað gera það sama enn, ef sams konar tilfelli þæri að höndum. Ég sagði konunni, þegar hún vaknaði, að barnið hefði fæðst andvana, en sendl eftir manninum og sýndi honum, hvernig allt var og sagði honum, hvað ég hefði gert. Hvað olli þessum vanskapnaði? Hvernig stóð á því, að móðirin skyldi hafa þetta hugboð eða hvað á að kalla það? Hvers konar sálræn fyrirbrigði voru það? VI. Óráðin gáta Það var að kvöldi dags á áliðnu sumri. Unglingspiltur kom á reiðhjóli tólf mílur utan af landi inn í þorpið, þar sem ég átti heima. Hann ílutti skilaboð frá fjörgamalli konu þess efnis að biðja mig að koma við, ef ég ætti leið um þar í grenndinni, áður en langt um liði. Hún bað hann að segja mér, að hún hefði kvef og vondan hósta. Ég var ekki við neitt sérstakt bund- inn og ákvað því að fara þá þegar og sjá gömlu konuna. Ég lagði af stað í gamalli bifreið, sem ég átti, og tólf ára gömul dóttir mín með mér. Þegar komið var rúma m(lu út frá þorpinu, varð eitthvað að bifreiðinni, svo að við komumst ekki lengra. Við gengufn því heim aftur, og ég hugsaði með mér að fara næsta morgun. Klukk- an fimm um nóttina vöknuðum við bæði, konan mín og ég, við það, að barið var á húsið að utan, rétt við gluggann á herberginu, þar sem við sváfum. Ég fór út, gekk allt I kringum húsið, en sá ekki nokkra lifandi mannveru. Ég fór því aftur inn, upp í rúm og sofnaði. Klukkan átta um morguninn var búið að gera við bifreiðina og ég var að búa mig til ferðar. En skömmu áður en ég 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.