Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1974, Síða 14

Æskan - 01.10.1974, Síða 14
EINAR LOGI EINARSSON: Bernskuminning Pegar ritstjóri Æskunnar bað mig um að skrifa ein- hverja bernskuminningu fyrir blaðið, tók ég að rifja upp ýmislegt, sem komið hafði fyrlr mig á barns- og ungl- ingsárum mínum. Vissulega er af mörgu að taka, en þar sem ég sit nú hér austur við Þingvallavatn, er eðlilegt að ýmsar minningar, tengdar þeim stað, komi fram í huga mér. Dettur mér t. d. f hug, þegar við, ég og bræður mínir, veiddum mink, án þess að hafa raunverulega hugmynd um það. Þetta kann að þykja fjarstæðukennt, en er þó engu að- síður satt. Áður en iengra er haldið, þarf ég að gefa skýringu á veru okkar þarna fyrir austan. Fjölskylda mín hefur átt sumarbústað við Þingvallavatn í mörg ár. Vorum við bræðurnir þar mörg sumur á bernsku- árum okkar, og nú í dag förum við iðulega þangað á sumr- in, sérstaklega þegar veðrið er gott. Sumarbústaðurinn stendur í landi jarðar, þar sem áður fyrr var nokkur bú- skapur. Fylgja jörðinni veiðiréttindi í Þingvallavatni, og var það m. a. starf okkar strákanna að stunda veiði. Þegar við gerðum það okkur til gamans, veiddum við á stangir, en annars lögðum við net, sem við vitjuðum um á hverjum morgni. Yfirleitt voru fleiri' fiskar i netunum en við þurftum til matar, svó að við höfðum þann háttinn á, að við smið- uðum kassa úr tré, auðvitað með hjálp hinna fullorðnu. Kassann höfðum við botnlausan, en strengdum þess I stað vírnet neðan á hann. Kassann létum við svo í litla vík, skammt sunnan bústaðarins, og létum hann mara þar I kafi. Sökum netsins, sem var strengt fyrir botn kassans, var alltaf ferskt vatn í honum. Þarna geymdum við silungana lifandi, þar til við höfðum veitt nokkurt magn, og var þá silungurinn seldur í verslun í Reykjavík. Var hann því aldrei meira en næturgamall, þegar farið var að selja hann, og þótti hið mesta lostæti. Nú er að segja frá minknum. Við Þingvallavatn er töluvert af honum, og þykir hann hinn mesti vágestur. Leggst hann einkum á fugla og fiska og þykir svo mikill skaðvaldur, að hið opinbera greiðir fyrir hvern mink, sem unninn er. Mink- urinn er af marðarætt og er mjög grimmur. Lögðum við oft gildrur, og iðulega festist minkur í þeim. Svo var það einhverju sinni, þegar við tveir elstu dreng- irnir höfðum lokið við að vitja um netin, að við stefndum f átt til vikurinnar til að láta silunginn f kassann. Það var fremur Iftið f vatninu þá, svo við gátum ekki siglt bátnum inn í hana að kassanum. Lögðum við honum því utan víkur- innar, og var lítil hæð á milli, svo við sáum ekki til kassans úr bátnum. Við höfðum háf með okkur til að bera silunginn í, en þar sem við höfðum veitt drjúgt þennan morgun og háfurinn fremur Iftill, þurftum við að fara tvær ferðir. Þegar við komum að kassanum í fyrri ferðinni, opnuðum við lokið á honum og hvolfdum fiskunum úr háfnum í Einar Logi Einarsson. hann. Þegar fiskarnir komu f vatnið aftur, tóku þelr á sprett og syntu nokkra hringi í kassanum. En við máttum ekki vera lengi að horfa á þá og héldum því til bátsins aftur, en skild- um kassann eftir opinn á meðan. Þegar við höfðum sett afganginn af silungunum í háfinn, héldum við til kassans aftur. Við vorum ekki lengi að þvf, og þegar fiskurinn var kominn í kassann, lokuðum við honum og héldum til báts- ins. Síðan sigldum við að sumarbústaðnum. Mórguninn eftir endurtók sama sagan sig. Við vitjuðum um netin, og þegar því var lokið, sigldum við að víkinni- Það hafði verið minna í netunum en daginn áður, svo við komum öllum fiskunum í háfinn og héldum svo til kassans- En mikil varð undrun okkar, þegar við lyftum lokinu af- Við sáum einhvern ókennilegan hlut á floti í kassanum- Þegar við aðgættum þetta nánar, sáum við að þetta var dauður minkur. Við litum hvor á annan með spurn í augum. Hvernig hafð' minkurinn komist f kassann, þar sem við höfðum sett lokið á hann, og það kyrfilega, daginn áður? En brátt varð okkur skýringin Ijós. Þegar við höfðum farið að sækja afganginn af silungnum, höfðum við skilið kassann eftir opinn. Þegar við vorum komnir f hvarf, hafði minkurinn komið þarna að. Honum hefur þótt girnilegt að líta ofan í kassann og sjá allan fiskinn. Sennilega hefur hann hugsað, að hérna væri auðveld bráð, og steypt sór eftir silungi. En á meðan hann var f kafi að krækja sér í mat, höfðum við komið aftur. Og efti’r að hafa sett það sem eftir var af silungnum í kassann, lok" uðum við honum og fórum okkar leið. Aumingja minkurinn komst því ekki upp úr, og þar sem kassinn maraði f k3*1’ gat hann ekki fengið loft. Hann hafði því mætt örlögum sínum og drukknað. Þannig fórum við að þvi að drepa mink, án þess að vita af því, og þetta er sönn saga. Það þarf svo ekki að taka það fram, að með skottið á minknum fórum við til oddvitans. sem greiddi okkur fyrir það. Ég vil svo Ijúka þessu með því að óska Æskunni til hamingju með afmælið og árna henni allra heilla. Me9' hún dafna næstu 75 ár, eins vel og þau 75, sem hún hefur þegar komið út. 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.