Æskan - 01.10.1974, Qupperneq 31
um til aS ráða ráðum sfnum, en svo barst þelm miklð happ,
þvf að Sveinn Björnsson, síðar forseti, bjó þá á Staðar-
stað og leyfði þeim afnot af stóru hænsnahúsi, þar sem
hægt var að haida fundi, lesa sögur og skemmta sér.
Vetrarsamkomurnar treystu auðvitað störf félagsins, og
eitt sinn skyldi færa upp leikrit. Sú leiksýning tókst þó
ekki svo sem skyldi. Leikurinn hét Kyniegur þjófur og auð-
vitað átti að skjóta mann eða menn meðan á leiksýnlngu
stóð. Nú var náð í smink og hvellmikla hundabyssu og æft
af kappi. En af því að skotin voru fá f byssuna, mátti ekki
hleypa af fyrr en á sýningu. Lelksviðið var f stóru þvotta-
húsl f kjallaranum á Laufásvegi 45 og allt virtist ganga
eins og í sögu, þegar æft var. Svo kom frumsýningin og
tjaidið var dregið frá. Þar var meðal annars ægilegur negri,
alsvartur að beltisstað og ranghvolfdi glyrnunum svo að
hrollur fór um áhorfendur. Svo var leiksviðið f hálfrökkri
°9 Þar gengu um ýmslr menn og þjófurinn gerandi sitthvað,
sem sást ógreinliega. Og svo kvað við ægllegur hvellur.
Hvellinum fylgdi enn ægilegra óp og einn leikendanna
stökk út af sviðinu og út úr húsinu. Þetta var sá, sem skaut
ef byssunni. Honum brá svo við hvellinn, að hann fékkst
ekki til að koma Inn aftur og með því lauk þessarl leik-
sýningu. En sá, sem lék negrann, átti heldur ekki sjö dag-
ana sæia. Gleymst hafði að setja eltthvað feitilag undir
svarta litinn á skrokkinn á honum, svo að þegar hann
ætiaðl að þvo sér, gekk það hörmulega. Hann náði nokkurn
veginn af höndum og andlitl með mikilli fyrir höfn, en svo
fór hann helm. Mamma hans sá einhverjar svartar ráklr á
hálsi hans og fór að skoða stráksa. Hann var þá enn bik-
svartur um allan kroppinn og samstundis drifinn f bað. En
svo sagði hann síðar frá, að þvilíkt skrúbb vildi hann ekki
fá í annað sinn, því að hann kenndi tll f marga daga á
eftir. Upp frá því lagðl hann leiklistina á hllluna og Island
missti þar langbesta leikaraefni sitt.
Svo var það vor eitt,' þegar félagið hafði lifað f ein tvö
ár, að upp rels byggð mikii snertispöl sunnan við Gróðrar-
stöðina. Þar voru Suðurpólarnlr byggðir til að leysa úr
húsnæðisvandræðum, sem fyigdu f kjölfar strfðsins. Þang-
e3 fluttu margir hraustir strákar, og þeir hlutu að hafa
sömu leiksvæði og Indíánafélaglð. En það fór hér sem
ávalit, þegar innflytjendur koma í lönd annarra, að oft
slær f þrýnur um sitthvað. Endaði það með þvf, að Pól-
verjarnir hervæddust líka og svo kom, að reglulegt stríð
hraust út. Kom þá stríðsyfirlýsing út upp á gamian móð
°9 skyldi orusta háð rétt sunnan við gamla Kennaraskól-
afin á ákveðnu kvöldl. Var nú miklll undirbúningur hafinn
ó báða bóga og ráð lögð á. Liðin voru nokkurn veglnn jafn
fjölmenn og því óvíst um úrslit. Glímuskjálfti vár mikili f
stærri strákunum, en allir hinlr minni dauðhræddir, enda
Þótt enginn þyrði að játa það fyrir öðrum. Áður en orusta
skyldl hefjast, var nokkur hópur Indfána sendur á laun upp
I holtlð ofan Grænuborgar og skyldl hann koma aftan að
Pólverjum, þegar orusta væri hafin með ópi og óhljóðum.
Állt var þetta vel skipulagt af herfræðingum okkar, en
áaetlanir geta farið út um þúfur. Þegar svo Pólverjar gengu
fram fylktu liði norður Laufásveoinn í átt að víqvellinum,
komu þelr auga á blaktandi fjaðrlr uppi í holtinu, því að
suðvitað varð forvitnln hyggindunum yfirsterkari, þegar
fylking Pólverja gekk hjá. Við þetta kom nokkuð hik á
Pólverja og neituðu þeir að fara lengra. Töldu óhyggllegt
AFMÆLISKVEÐJA
Hjartanlega óska ég blaðlnu mfnu, elns og ég kallaði
Æskuna, til hamingju með 75 ára afmælið. Ég var ekkl stór,
þegar Aðalbjörn Stefánsson, prentari, kom suður f Hafnar-
fjörð og bað okkur systklnin að selja Æskuna. Ég hljóp
hús úr húsi og bæ frá bæ, og gekk furðu vel að selja.
Þetta er eina blaðasala mín um ævina, var þá víst ekki
meira en 9—10 ára. Síðan hefur mér alltaf þótt vænt um
blaðið og viljað hag þess sem mestan og bestan.
Það er ómetanlegt, hvers virði æskufólkl er að lesa gott
barnablað, eins og Æskan er. Tel ég þjóðlna f þakkar-
skuld við ritstjóra og útgefendur fyrir hve mikilla vlnsælda
biaðið nýtur.
Með bestu óskum um farsæld þess og gengi um langan
aldur.
Guðlaug Narfadóttir.
að eiga von á bakárás og skoruðu á hina að ganga feti
framar. Leið nú nokkur stund og gengu mikil köll og
frýjunarorð á milli flokka. Baksátursliðið sá nú að f óefnl
var komið fyrir þá og læddust þeir heim tii fylkingar Indíána,
en það voru ekki fögur orð, sem foringi þeirra fékk, þegar
liðin sameinuðust. Hann kenndi agaleysl um, en honum
var sagt að þegja og ætti hann að fá maklega ráðningu
síðar.
Nú sigu liðin brátt saman og þeir fremstu fóru að skipt-
ast á höggum. Einn og einn hljóp fram úr fylkingu til að
lumbra á einhverjum óvininum, en skaust svo aftur hið
hraðasta inn f eigin fylkingu. Svona gekk f þófi um stund.
Upphlaupin urðu smám saman tíðari og innan stundar var
komið alvarlegt vopnaskak. Geiri Aðils gekk fremstur og
hrópaði hátt, að hlnir stærri skyldu fyigja honum, en þeir
minni áttu að koma síðar og vera til hliðar. Af þessum slag
barst auðvitað hinn mesti vopnagnýr, hróp og köll, og svo
kom að því, að steini var hent milii liða. Nógu grjóti var
af að taka í vegarbrún og steinkastið jókst. Leit þvf helst
út fyrir, að þetta mundi enda með hrottaiegu grjótkastl, en
bæði liðin enn jafnsterk, og því ómögulegt að sjá, hver
endirinn yrði.
En ópin og köllin bárust heim í Gróðrarstöð, og nú kom
Einar Helgason fram að vígvellinum með tvo vinnumenn
sína, og þegar hann sá grjótflugið, stiiltu þeir fljótt til
friðar. Voru víst báðir stríðsaðilar jafn fegnir. Var nú skotið
á vopnahléi og friðarsamningar hafnir undir forustu Einars.
Gekk allfljótt saman, enda allir stríðsmenn orðnir ban-
hungraðir, og var svo tekið loforð af foringjunum, að efna
ekki til stórstyrjaldar eftir þetta, enda sáu allir, að hér var
um tilgangslausan leik að ræða og jafnvel hættulegan.
Eftir þetta kom aðelns tll smá skæruhernaðar á öðrum vfg-
stöðvum Indíánafélagsins, þegar aðrir nábúar gerðust of
nærgöngulir.
Þá lýkur þessari sögu um Indíánana syðst f Þingholtun-
um, en því má bæta við, að alla tíð sfðan hafa þesslr
drengir haldið kunningsskap og komið saman siðar á æv-
inni til að minnast glaðra stunda. Allmargir hafa nú kvatt
þennan heim, en þeir sem uppi standa, eru enn hinir
mestu alúðarvinir. Þegar við komum sfðast saman fyrir
nokkrum árum, vorum við alis tuttugu.