Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1974, Page 39

Æskan - 01.10.1974, Page 39
Æskan hefur ávallt átt miklum vinsældum aS fagna meðal barna og unglinga og verið útbreitt blað á íslenska vísu. Menn hafa að vonum alið áhyggjur af æskulýðnum í dag og vissulega er sá heimur, sem hinir fullorðnu fá honum • hendur, ekki til að státa af að mörgu leyti. Efnishyggjan er allsráðandi bæði í lífi einstaklinganna og í félagsmálum. ~~ Menn hefðu því gjarnan getað búist við því, að blað eins og Æskan ætti ekki vaxandi vinsældum að fagna, en Það er öðru nær. Á örfáum árum hefur áskrifendum Æsk- ennar fjölgað úr 6 þús. í 18.000 og er Æskan þar með orðin útbreiddasta tímarit landsins. — Þennan frábæra árangur ber að sjálfsögðu að þakka ritstjóra Æskunnar, Grími Engilberts, sem hefur tekist að vinna hug og hjarta Þinna ungu lesenda og framtíðar íslensku þjóðarinnar. Það fer ekki fram hjá þeim, sem fletta Æskunni, að þar fer saman frábær smekkvísi í efnisvali og furðuleg fjöl- Þreytni, svo að fullorðið fólk stendur sjálft sig að því að vera komið á kaf í lestur þessa frábæra blaðs. §á, sem þessar línur ritar, trúði ekki ummælum margra, er þetta höfðu fullyrt, fyrr en hann sjálfur reyndi. Það er góður vitnisburður um efniviðinn í næstu kyn- slóð fullorðinna á (slandi, að hann skuli kunna svo vel að meta þetta mjög svo fróðlega og skemmtilega efni. Það er líka full ástæða til að þakka Stórstúkunni fyrir þetta roikilsverða og vel unna framlag til æskulýðsstarfs í landinu. Það er full ástæða til að skora á foreldra, sem ekki hafa Æskuna á heimili sínu, að bæta úr því hið bráðasta. Þetta vandaða blað er hollari skemmtun börnum þeirra en byssu- leikir í sjónvarpinu, og þeir sjálfir myndu síður en svo bíða skaða af að hverfa á vit Æskunnar smástund við og við. Nýr Stormur. Pósturinn var að bera mér barnablaðið Æskuna. Mér Þykir alltaf vænt um þetta blað — og þótt ég geri ekki mikið meira en að fletta því nú orðið — hef ég alltaf ánægju af Æskunni, þykir gaman að sjá hve ung hún alltaf er — a*5 hún eldist ekki eins og ég. í þessu síðasta blaði er heil síða með nöfnum stúlkna °9 pilta, sem óska eftir bréfaviðskiptum við jafnaldra. For- e|drar ættu að hvetja börp sín til að stofna til bréfaskipta vis jafnaldra í öðrum landshlutum eða öðrum löndum, þegar Þau byrja á málanámi. Slíkt víkkar sjóndeildarhring þeirra, er þroskandi, hjálpar til og venur þau við að setja hugsan- ir sínar á blað, er heilbrigt viðfangsefni. Þótt Æskan gerði ekki annað en að styðja að myndun slíkra vinabanda, þá væri það eitt nóg til þess að gera hana mikils virði. En það er ótalmargt fleira, sem hún flytur — og hvernig væri, að mæðurnar leyfðu stúlkunum að spreyta sig á matarupp- skriftunum? Það gæti orðið skemmtilegt, ekki aðeins fyrir stúlkurnar, heldur fyrir alla fjölskylduna. Velvakandi — Morgunblaðið. 75 ÁRA KVEÐJA Bjarni Sveinsson. Ég þakka ÆSKUNNI forustu hennar í 75 ár í þágu barna og unglinga, baráttu hennar fyrir hreinum hugsjónum og gegn öllum bölvöldum, sem okkar þjóðfélag hefur lagt á okkur, svo sem áfengi og tóbaki og öðrum löstum. Ég hef alltaf álitið að barnablaðið ÆSKAN gegni þýðingarmiklu hlutverki, en hún hefur um 75 ára skeið laðað fram hið góða í barnssálinni með hollu lesefni sínu, ævintýrum og sögum. Ég óska henni til hamingju með starf sitt og vona, að hún gegni um langa framtíð sínu göfuga hlutverki. Þakkir og góðar óskir á komandi árum. Bjarni Sveinsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.