Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1974, Qupperneq 53

Æskan - 01.10.1974, Qupperneq 53
Hildur kemur aS rúmi sauðamanns með gandreiðarbeisli. Hildur ríður gandreið á sauðamanni. Bóndi lét það þá eftir honum, með þvi hinn sótti fast á, að hann réði hann til sin fyrir sauðamann. Eftir þetta líða tímar fram, svo að hvorum hugnar vei við annan, bónda og sauðamanni, og eru allir vel til hans, þvi að hann var háttprýðismaður, ódeigur og ötull til hvers sem reyna skyldi. Nú ber ekki tii tíðinda fram að jólum. Fer þá sem vant er, að bóndi fer með heimamönnum sínum til klrkju á að- fangadagskvöldið, nema bústýra hans var ein eftlr heima °9 sauðamaður yfir fénu. Fer svo bóndi og skilur þau effir sitt í hvoru lagi. Liður nú fram á kvöldið, til þess að sauðamaður kemur heim eftir venju. Borðar hann þá mat sinn og gengur að því búnu til náða og leggst út af. Kem- ur honum nú í hug, áð varlegra mundi sér vera að vaka en sofna, hvað sem I kynni að skerast, en var samt alls óhræddur, og liggur hann því vakandi. Þegar langt er liðið á nótt, heyrir hann að kirkjufólkið kemur heim, tekur Það sér bita og fer síðan að sofa. Ekki verður hann neins vísari, en það finnur hann, þegar hann ætlar að sofna, að máttinn er að draga úr honum, sem von var, daglúnum aianni. Þykist hann nú illa beygður, ef svefninn skyldi sigra hann, og neytir því allrar orku til að hressa af sér. Liður nu eftir það lítil stund áður en hann heyrir, að komið er að fúmi hans og þykist hann skynja, að þar er Hildur þústýra ó ferð. Læst hann þá sofa sem fastast og finnur að hún er að hnoða einhverju upp i hann. Skilur hann þá, að þetta aiuni vera gandreiðarbeisli, og lofar henni að koma þvi við sig. Þegar hún er búin að beisla hann, teymir hún hann út, sem henni er hægast, fer á bak honum og riður sllkt sem af tekur þangað til hún kemur þar að, sem honum virtist vera gryfja nokkur eða jarðfall. Þar fer hún af baki við stein einn og tekur ofan taumana. Að því búnu hverfur hún ofan i jarðfallið. Sauðamanni þóttl illt og ófróðlegt að missa svo af Hildi, að hann vissi ekki hvað af hennl yrði. En Það fann hann, að ekki mátti hann langt komast með beislinu, svo fylgdi þvi mikil forneskja. Hann tekur þvl það til þragðs, að hann nýr höfuð sltt við sfein þann, er fyrr er getið, þangað til hann kemur fram af sér beislinu, og lætur það eftir verða. Siðan steypir hann sér ofan I jarðfallið, þar sem Hildur hafði á undan farið. Finnst honum, að hann hafi ekkl farið lengi eftlr jarð- fallinu, áður en hann sér hvar Hildur fer. Er hún þá komln á fagra velli og slétta og ber haná fljótt yfir. Af þessu öllu saman þykist hann nú skilja, að ekki sé einleikið með Hildi og að hún muni hafa fleiri brögð i stakki en á var að sjá í mannheimum eða ofan jarðar. Það þykist hann og vita, að hún muni þegar sjá sig, ef hann gangi niður vellina á eftir henni. Tekur hann þá hulinhjálmssteln, er hann bar á sér, og heldur honum i vinstri lófa. Síðan tekur hann á rás á eftir henni, og fer hann sem hann má harðast. Þegar hann sækir lengra fram á völluna, sér hann höil mikla og skrautlega, og heldur Hildur þangað sem leið liggur. Þá sér hann og, að múgur manns kemur frá höil- inni og fer út á móti henni. Á meðal þeirra er einn maður, er fremstur fer. Hann var tígulegast búinn og þykir sauða- manni sem hann heilsi konu sinni, er Hildur kemur, og bjóði hana velkomna. En hinir, sem með hinum tlgna mannl voru, fögnuðu henni sem drottningu sinni. Með tignar- manninum voru tvö börn stálpuð, er fóru með honum i móti Hildi, og fögnuðu þau þar móður sinni fegins hugar. Þegar lýður þessi hafði heilsað drottnlngu, fylgdu allir henni og konungi til hallarinnar og eru hennl þar veittar hinar virðulegustu viðtökur. Þar með er hún færð i kon- unglegan skrúða og dregið gull á hönd henni. Sauðamaður fylgdi múgnum til hallarinnar, en var þó ætið þar, sem hann var minnst fyrir umgangl, en gat þó séð allt, sem gerðist I höllinni. I höllinni sá hann svo mik- inn og dýrlegan umbúnað, að aldrei hafði hann slikan fyrr augum litið. Var þar sett borð og matur á borinn, og undrar hann mjög öll sú viðhöfn. Eftir nokkra stund sér hann Hildi koma i höllina og var hún þá skrýdd skrúða þeim, sem fyrr er nefndur. Er þá skipað mönnum i sæti, og sest Hildur drottning ( hásætl hjá konungi og hirðin öll til beggja hliða, og matast menn nú um hríð. Síðan voru borð upp tekin, og gengu þá hlrð- menn og hirðmeyjar tii dansleika, þeir sem það vlldu, en aðrir völdu sér aðra skemmtun, er þvi hugnaði betur. En konungur og drottning tóku tal með sér, og virtlst 6auða- manni samtal þeirra bæði blitt og angurblandið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.