Æskan - 01.10.1974, Síða 55
teiknum, þá vill samt svo vel til, að ég hef hér eigi óljósan
vott þess, að ég hafi með álfum verið [ nótt, eða er þetta
ekki fingurgull yðar, Hildur drottning?"
Hildur mæltl: „Svo er víst, og hafðu allra manna heppn-
astur og sælastur leyst mig úr ánauð þeirrl, er tengda-
móðir mín hefur á mig lagt, og hef ég orðið nauðug að
vinna öll þau ódæmi, er hún á mig lagði.“
Hefur þá Hildur drottning sögu sína, sem hér segir:
,,Ég var álfamey af ótignum ættum, en sá, sem nú er
konungur yfir álfheimum, varð ástfanginn í mér, Og þótt
móður hans væri það allnauðugt, gekk hann,að eiga mlg.
Var tengdamóðir mín svo æf, að hún hést við son sinn,
að hann skyldi skamma unaðsbót af mér hljóta. En þó
skyldum við sjást mega endur og sinnum. En á mig lagði
hún það, að ég skyldi verða mannsbani hverja jólanótt á
Þann hátt, að ég skyldi leggja beisli mitt við þá sofandi
og rlða þelm sömu leið og ég reið sauðamanni þessum f
nótt til að hitta konunginn. Og skyldi þessu svo fram fara,
þangað til þessi óhæfa sannaðist á mig, og ég yrði drep-
in, nema ég hitti áður svo vaskan mann og hugaðan, að
hann bæri traust til að fylgja mér I álfheima og gæti á
eftlr sannað, að hann hefði þangað komið og séð þar at-
Bóndi finnur að smalamaður er lífs.
hæfl manna. Nú er það bert, að allir hinir fyrri sauðamenn
bónda, síðan ég kom hér, hafa beðið bana fyrlr mínar
sakir og vænti ég, að mér verði þó ekkl gefin sök á því,
sem mér varð ósjálfrátt, því enginn hefur fyrr tll þess orðið
að kanna hina neðri leið og forvltnast um hlbýli álfa en
þessi fullhugi, sem nú hefur leyst mig úr ánauð mlnnl og
álögum, og skal ég að vísu launa honum það, þó slðar
verði. Nú skal hér og eigi lengri viðdvöl eiga og hafið
þér góða þökk, er mér hafið vel reynst, en mig fýsir nú
til heimkynna rninna."
Að svo mæltu hvarf Hildur drottnlng og hefur hún aldrel
síðan sést I mannheimum.
En það er frá sauðamanni að segja, að hann kvongaðist
og reisti bú næsta vor eftlr. Var það hvort tveggja, að
bóndi gerði vel við hann, er hann fór, enda settl hann ekki
saman af engu. Hann varð hinn nýtasti bóndi I héraðinu
og sóttu menn hann jafnan að ráðum og liðsemd. En ást-
sæld hans og ián var svo miklð, að mönnum þótti líkind-
um meiri, og sem mörg höfuð væru á hverri skepnu, og
kvaðst hann allan sinn uppgang eiga að þakka Hildi áifa-
drottningu.
ENDIR.
Hann varð hinn nýtasti bóndi í héraðinu.
53
■■■■■■NmMHHHHnnnra