Æskan - 01.10.1974, Síða 65
AinofólkiS í NorSur-Japan er komiS frá Evrópu.
hinum upprunalegu íbúum leyfist þó að lifa áfram,
eins og forfeður þeirra hafa gert um þúsundir ára.
Slíkar indíánanýlendur eru til í Bandaríkjunum og
friðuð svæði eru bæði í Afríku og Ástralíu.
Þrátt fyrir okkar ,,upplýstu“ tíma, er fjöldi manna
þeirrar skoðunar, að fólk af öðrum litarhætti en þeir
sjálfir — þ. e. af öðrum kynþætti — sé lítilsverðara
en þeir sjálfir. Og þessarar skoðunar gætir í sérstak-
lega ríkum mæli hjá hvíta kynstofninum. Um fjölda
ára hefur verið reynt að útrýma þessum fordómum,
en það hefur gengið mjög erfiðlega. Loks hafa Sam-
einuðu þjóðirnar gert tilraun til þess með hátíðlegri
yfirlýsingu að fá allar þjóðir og kynstofna til þess að
tengjast saman og virða rétt hvers annars.
MANNRÉTTINDA-
YFIRLÝSINGIN
Þessi „Alþjóðlega yfirlýsing um mannréttindi“, sem
samþykkt var 10. desember 1948 af allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna, er í 30 greinum, og þær mikil-
vægustu kveða svo á:
Allir menn eru fæddir frjálsir og jafnir að virðingu
og réttindum ... og ... ber að sýna hver öðrum bróð-
urkærleika.
Allir hafa rétt til Itfs, frelsis og persónuöryggis.
Allir eiga kröfu til þeirra réttinda og frelsis, sem
getið er um í þessari yfirlýsingu, án nokkurra sérrétt-
inda, t. d. vegna kynþáttar, litarháttar, kyns, tungu-
máls, trúarbragða, stjórnmála eða annarra skoðana,
Svertingjar í Afríku.
þjóðemis eða uppruna, fjárhagsaðstöðu, fæðingar
eða annarrar þjóðfélagslegrar aðstöðu.
Ekki má halda neinum í ánauð eða þrældómi.
Ekki má beita neinn pyndingu eða grimmdarlegri,
ómannlegri meðferð eða hegningu.
Sérhver maður hefur hvarvetna í heiminum rétt til
þess að njóta persónuréttar.
Allir eru jafnir fyrir lögum og hafa án nokkurrar
sérmeðhöndlunar jafnan rétt til lögverndar.
Allir hafa rétt til ferðafrelsis og til þess að velja
sér dvalarstað innan landamæra ríkisins.
Sérhver hefur leyfi til í öðru landi að leita eftir og
að fá dvalarleyfi gegn ofsóknum.
Allir hafa rétt til þess að hópast saman friðsamlega
og að stofna félagssamtök.
Allir hafa rétt til vinnu, frjáls starfsvals, til réttlátra
og hagkvæmra vinnuskilyrða og til verndar gegn at-
vinnuleysi.
63