Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1974, Síða 69

Æskan - 01.10.1974, Síða 69
ókunna, hvíta mann hrista sig eins og Ijón og stíga fæti sinum á háls hins fallna óvinar. Hins vegar kom sigur- °skur karlapans ekki. Tarzan vildi ekki vekja óþarflega mikla eftirtekt á sér, eins og nú stóð á. Stúlkan, sem verið hafði sem steini lostin af ótta meðan á bardaganum stóð, fór nú að hugsa um, hver verða niundu endalok sín. Hún var að vísu laus við prestinn ærða, en nú var hún á valdi manns, er hún hafði ætlað fórna sólguðnum. Hún sneri sér snögglega við og ætl- aði að fara en Tarzan stöðvaði hana. ,,Bíddu,“ sagði hann á sínu gamla máli, tungu mann- apanna. Stúlkan leit undrandi á hann. „Hver ert þú, sem talar mál hinna fyrstu manna?“ spurði hún. „Ég er Tarzan apabróðir," svaraði hann á sama máli. „Hvað viltu mér?“ hélt hún áfram. „Til hvers bjarg- aðir þú mér undan hinum óða Ta?" „Ég gat ekki séð konu myrta!" Hann mælti þetta hálf- sPyrjandi. „Og hvað ætlar þú að gera við mig?“ sagði hún. „Ekkert," svaraði hann, „en þú gætir hjálpað mér, — þú gætir fylgt mér héðan til frelsis." Hann sagði Jietta án minnstu vonar um, að því yrði vel tekið. Hann Jtóttist þess viss, að athöfninni mundi baldið áfram, ef prestarnir fengju því ráðið. En Tarzan var viss um það, að þeim ^Oundi Jrykja hann óárennilegri óbundinn með langan Éníf, en meðan hann var bundinn. Stúlkan horfði lengi á hann, áður en hún tók til máls: „Þú ert hinn furðulegasti maður," mælti hún. „Þú ert eins og þeir menn, sem ég hef séð í dagdraumum mínum frá því að ég var lítil stúlka. Þú ert eins og ég hef haldið forfeður mína vera — þjóðin mikla, sem reisti þessa borg mitt á meðal villimanna. Hún ætlaði að vinna gull og auðæfi úr iðrum jarðar, en tapaði við það menningu Slnni. Ég skil ekki, að þ ú skulir ekki hefna Jtín á mér, mér, sem ætlaði að fórna lífi þínu á liinu gamla altari sólguða minna.“ „Ég býst við,“ mælti apamaðurinn, „að þú hafir aðeins verið að framkvæma skylduverk þitt. Ég ásaka þig ekki tyrir það. En hver ert þú? Meðal hvaða þjóðar er ég hér?” „Ég er La,“ mælti stúlkan. „Ég er æðsti kvenprestur s°lhofsins í borginni Opar. Við erum afkomendur þjóð- flokks, sem kom hingað í gullleit fyrir tíu þúsund árum. Það væri löng saga að segja frá því, hvernig ógæfa og einangrun eyddi smám saman Jijóðflokki okkar. Síðustu leifar okkar settust að í þessu trausta fjallavígi. Smátt og smátt hefur okkur fækkað og menning okkar horfið, greind okkar dvínaði, og nú erum við að segja má aðeins hópur mannapa. Aparnir búa í raun og veru hjá okkur og hafa gert það lengi. Við köllum þá hina fyrstu menn — við tölum mál þeirra, ekki síður en okkar. Við reynum aðeins í helgisiðunum að halda okkar gamla máli við. En brátt mun það gleymast, og við tölum ekki annað en apamál. Brátt munum við ekkert finna að því, þótt fólk okkar gangi að eiga apa og þá verðum við að sömu dýr- unum og forfeður okkar hafa líklega 'verið." „En þú ert mannlegri en hin, hvers vegna er það spurði Tarzan. „Af einhverri ástæðu hefur konunum ekki farið eins fljótt aftur og karlmönnunum. Kannski vegna þess, að jafnan hefur sá mannlegasti af prestunum verið valinn til handa æðsta kvenprestinum," mælti La. „Hvað verður nú um mig?“ spurði Tarzan. „Þú bjargaðir mér, og ég mun reyna að koma þér undan. Fylgdu mér hér niður í herbergi hinna dauðu, Jaar skaltu bíða, þar til ég finn ráð til að koma þér út fyrir múrveggi borgarinnar." Að svo mæltu fylgdi hún honum niður langan hringstiga og lokaði hann inni í dimmu her- bergi. „Bíddu mín hér,” sagði hún. Og þung hurðin small í lás að baki hennar. Skipbrotsfólkið Clayton dreymdi, að hann drykki lyst sína af vatni, tæru lindarvatni. í einni svipan fékk hann meðvitund aftur og fann, að hann var orðinn gegndrepa af vatni, er streymdi úr loftinu. Hann opnaði munninn og drakk. Brátt hresstist hann svo, að hann gat risið á fætur. Thuran lá þversum yfir fætur hans. Nokkrum skrefum aftar í bátnum lá Jane Porter í kút niðri í vatnspolli í kjalsoginu. Hún lá alveg hreyfingarlaus. Clayton taldi hana af. TARZAN 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.