Æskan - 01.10.1974, Qupperneq 106
Hún er dönsk þessi hilla og er ætluð fyrir fjóra diska,
en auðvitað mætti stækka hana, svo að hún tæki fimm
eða sex diska.
Efnið er hefluð og slípuð fura, og á litlu myndinni sjáið
þið öll eða flest þau mál, sem máli skipta, og eru þau
gefin ( millimetrum (1 cm er 10 mm). Takið eftir því, að
diskarnir standa á hillu, sem ekki sést á stærri myndinni.
Hún er 70 mm á breidd, en 15 mm á þykkt. Naglar, tveir
hvorri hlið, halda henni fastri. Listarnir tveir að framan
eru hálf-kúptir, líkt og sópskaft væri sagað sundur í tniðJu'
Þeir eru negldir á með koparnöglum. *
Viðurinn ( þessa hillu þarf að vera vel þurr og helst me
fáum eða engum kvistum. Að síðustu er lakkað yfir 010
leifturlakki.
Lengsta
frímerkí
í heimi
Afríkuríkið Botswana á líklega metið i lengd frímerkja,
eða getur nokkurt land státað af lengra frimerki en þessu,
sem sést hér á myndinni? Það er 71/2 cm á lengd og um
3 cm á breidd. Árið 1966 kom að vísu út nokkuð langt frí-
merki í Englandi í seriunni „Orustan við Hastings", en
ekki mun það þó vera lengra en 6 cm.
Allt til ársins 1965 átti Botswana enga borg, sem gat
kallast höfuðborg, en 1966 var ákveðið að Mafeking skyldi
verða höfuðborg hins unga ríkis, og var þvi hafist handa
um að byggja ráðhús og þinghús. Það æxlaðist svo, sS
ráðhúsið var reist í öðrum enda, eða úthverfi, Mafeking.
en safnahúsið og þjóðarbókhlaða ásamt tveimur kirkjum
var reist í hinum endanum. — Á frímerkinu langa, sem
hefur verðgildið 15 c., sést safnahúsið ásamt hinum bygð'
ingunum. I safnahúsinu erstór deild helguð frímerkjum, eins
og til að undirstrika það, að frímerki vorra daga er ágsetur
vegvísir i menningarsögunni. Vafalaust fær þetta 71/2 ctt}
langa frímerki veglegan sýningarkassa i frímerkjadeildinni-
104