Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1979, Page 17

Æskan - 01.11.1979, Page 17
Jól í Andabæ A »»mma Ond safnaði fyrir fátækrahjálpina í Andabæ, en rétt fyrir jól sat hún og taldi aurana. — ,,Það er sama, hvað ég tel þetta oft," sagði hún. „Þetta eru ekki nema 88 krónur og 44 aurar." Timi og Búmmi sátu á borðinu fyrir framan hana. ,,88 krónur og 44 aurar eru peningar," sagði Búmmi. ,,Ekki fyrir jólaveislu handa öllum í Andabæ," sagði Amma Önd. ,,Á morgun klukkan tólf á ég að vera búin að kaupa allt, og ég hef ekki hugmynd um, hvernig ég á að fá gjafir handa öllum.“ „Biddu Jóakim von And um aura, amrna," sagði Timmi. ,,Hann á fullt!" ,.Rétt er það,“ sagði Amma Önd, ,,eri hann vill aldrei gefa neitt og . . .“ Jóakim von And hafði ákveðið að láta jólaskapannarra ekkert á sig fá. Honum fannst þetta jólamas hreinasta vitleysa. Hann lokaði sig inni á skrifstofunni og læsti allt niðri í skúffunum. Skyndilega varð Jóakim von And litið yfir í hornið. Hvað var þetta? Mús, sem skreið út úr holu á þilinu, leit hrifin umhverfis sig og hjálpaði annarri mús út. Þetta voru mýsnarTimmi og Búmmi. ,,Gott kvöld, hr. von And,“ sagði Timmi og deplaði auganu til aumingja Jóakims frænda. ,,Ég verð að segja, að þessir veggir eru úr voða hörðu tré!“ ,,Hvað eruð þið að gera!“ öskraði Jóakim reiðilega. • .Hvernig korrurst þið eiginlega inn?“ Timmi og Búmmi stukku upp á skrifborð Jóakims frænda. ,,Við komum til að segja þér, að það eru jól á morgun!" sagði Bimmi. ,,Jól!“ fussaði Jóakim von And. ,,Eins og ég viti það skki? En nú skulu vera haldin ódýrustu jól í mínu minni! Ég gef ekki krónu!" ..Heldurðu það?“ spurði Timmi. ,,Við verðum öll að hjálpast að, svo að fátæklingarnir geti haldið jólin hátíð- le9- Þú getur fengið að gefa í hjálparsjóð Ömmu Andar." ,,Ha! Ha!" hló Jóakim og tætti í körfurnar með pen- ingunum. „Enginn fær rauðan eyri frá mér. Út með ykkur!" ,,Þú spurðir, hvernig við hefðum komist inn,“ sagði Timmi. ,,Það er gnótt af músarholum — ef mýsnar kunna að naga eins og við Búmmi!" ,,Já, við erfðum sterkar tennur," sagði Búmmi. ,,Hvað kemur það mér við?“ fussaði Jóakim von And. „Býsna mikið," sagði Timmi. „Við kölluðum saman ættarþing 814 músa, sem allar sitja og bíða eftir merki. Um leið og þær fá það fara þær að narta og naga í peningageymslunum." „Mínum?" sagði Jóakim von And. „Já,“ svaraði Timmi, „mýs geta nagað sundur allt, sem ekki er úr stáli eða járni — þær geta auðveldlega étið allt innanhúss, þegar þangað er komið. Mér er sagt, að peningar séu góðir á bragðið." „Peningarnir mínir — elsku peningarnir mínir! Ykkur er þó ekki alvara!" kjökraði Jóakim von And. Tim leit hugsandi á klærnar áður en hann svaraói: „Ja, við höldum aftur af fjölskyldunni, ef þú gefur Ömmu Önd fullan poka af peningum," sagði hann. „Þú verður að flýta þér, því að við erum lengi að láta 814 ættingja vita." Jóakim von And var önnum kafinn við að troða seðlum í poka. „Eftir hverju bíðið þið?" spurði hann. „Niður með alla þessa 814! Ég er á leiðinni til ömmu Andar." Aldrei höfðu jólin í Andabæ verið glæsilegri. Á hverju götuhorni varskreytt jólatré og verslun, sem hver og einn gat gengið inn í og fengið körfu með jólamat. Hljómsveit lék gömlu jólasálmana og á hverju kvöldi var bærinn uppljómaður. Jóakim von And stundi, þegar hann sá, hvernig pen- ingarnir hans voru notaðir, en samt gladdist hann í hvert skipti, sem menn komu til hans og sögðu: „Gleðileg jól, von And. Þakka jólaboðið!" Loks dansaði hann sjálfur umhverfis jólatréð og söng hæst allra. 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.