Valsblaðið - 01.05.1986, Page 3

Valsblaðið - 01.05.1986, Page 3
VALSBLADIÐ 38. TÖLUBLAÐ —1986 Útgefandi: Knattspymufélagið Valur. Félagsheimili, íþróttahús og leikvellir að Hlíð- arenda viS Laufásveg. — Ritstjóm: Sigurður Lárus Hólm og Þorgrímur Þráinsson. Umsjón með auglýsingum: Fjóla Bender og Júlíana Erlendsdóttir. — Setning og prentun: Formprent. Umbrot og filmuvinna: Repró. Forsíðumyndina, Valsdrengir, tók Grímur Bjamason. Frá vinstri: Ingþór Hrafnkels- son, Halldór Arnar Hilmisson og Magnús Már Haraldsson. Ávarp borgarstjóra Knattspyrnufélagið Valur er einn af frumherjunum í reykvísku og þar með íslensku íþróttalffi. Félagið hefur oft borið hróður félagsmanna sinna og borgarinnar hátt, bæði hérlendis og erlendis, og fyrir það er full ástæða að þakka á þessum tíma- mótum í sögu þess.En hitt er ekki síður mikilvægt, að félagið hefur á sínum langa ferli stuðlað að fjölbreyttri starfsemi fyrir reykvíska æsku. Það hefur skapað þeim hluta hennar, sem þangað hefur sótt til að verja sínum frítíma, frábær skilyrði til þjálfunar og þroska. Að slíku búa menn allt sitt líf, hvort sem þeir gerast atvinnumenn í íþróttum um hríð eða almennir iðkendur allt lífið. Félag eins og Valur, hlýtur að eiga bjarta framtíð. Það hefur mörg verk að vinna og til þess verða gerðar miklar kröfur. Glæst fortíð hlýtur að vera hvatning til þeirra sem um þessar mundir standa f eldlínunni af félagsins hálfu. Fyrir borgarinnar hönd og Reykvíkinga allra þakka ég fé- laginuframtak þess og frumkvæði á liðnum árum og ánægjulegt samstarf við borgaryfirvöld á hverjum tíma. Megi félagið vaxa og dafna að afli og ágætum á næstu árum. VALSBLAÐIÐ 3

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.