Valsblaðið - 01.05.1986, Síða 9

Valsblaðið - 01.05.1986, Síða 9
Knattspymufélagið Valur75 ára Sjötíu og fimm ár er í sjálfu sér ekki langur tími þegar um er að ræða sögu og starf íþróttafélags,slík starfsemi er ekkert sem ,, hrist er fram úr erminni’ ’ eins og sagt er. íþróttafélag og öll starfsemi þess byggist á dugnaði og áhuga margra ein- staklinga sem hafa til að bera kjark og áræði til að koma hugsjónum sínum í framkvæmd, sjálfum sér og samborgur- um sínum til gagns og gleði. Knattspyrnufélagið Valur sem stofnað var árið 1911 af séra Friðriki Friðrikssyni, hinum víðfræga æskulýðsleiðtoga er eitt elsta og um leið öflugasta íþróttafélag þessa lands. Einn traustasti hlekkur í þeirri keðju sem myndaði íþróttasamband íslands. Knattspyrnualdan sem skall yfir bæinn um aldamótin og hreif með sér unga drengi fór ekki fram hjá drengjunum í unglingadeildinni í K.F.U.M. Valur var fjórða knattspyrnufélagið sem stofnað var hér í höfuðstaðnum, hin voru: K.R., Fram og Víkingur. Þótt Knattspyrnufélagið Valur hafi ekki verið eitt af þeim félögum er stóðu að stofnun íþróttasambands íslands 1912 þá liðu ekki mörg ár þar til Valur gerðist fullgildur aðili að íþróttasambandinu. Það var skoðun séra Fnðriks Friðriks- sonar að fyrstu árin eftir að Knattspyrnu- félagið Valur var stofnað, ættu félags- menn þess ekki að taka þátt í knattspyrnu- mótum. Það sem fyrir séra Friðriki vakti fyrst og fremst var að nota uppeldisgildi knattspyrnunnar sem hann hafði kynnt sér rækilega - nota hana til félagslegra starfa, svo að andlegt og líkamlegt atgervi héldust í hendur. Hann vildi manna og mennta Valsmenn sem best áður en þeir færu að keppa á mótum því það var trú séra Friðriks að íþróttirnar mundu kenna landsmönnum að nota frístundirnar rétt og veita æskunni útrás sem nauðsynleg er hverjum æskumanni. Hann vildi láta æskuna njóta góðs félagsskapar og stuðla Sveinn Bjömsson forseti ISI. að drengilegri keppni á leikvelli. Veita unglingunum einlæga þrá til þess að verða íþróttunum að sem mestu liði því íþróttirnar færa ungum mönnum ekki aðeins líkamlega hreysti, heldur einnig, sem er ekki síður mikilsvert fyrir þjóðfé- lagið, þær skapa drengilegt og hreint hugarfar. Knattspyrnufélagið Valur hefur verið það lánsamt að eiga á að skipa mörgum slíkum einstaklingum, að öðrum kosti væri félagið ekki það sem það er í dag. Auðvitað hafa skipst á skin og skúrir í sjötíu og fimm ára sögu félagsins en þegar upp er staðið frá hverju verkefni hefur ávallt miðað áleiðis, hið jákvæða náð fram að ganga og hugsjónir orðið að veruleika. Valur varð fljótlega eitt af forystufé- lögum bæjarins í þeirri íþrótt sem félagið var stofnað um en síðan hefur félagið haslað sér völl á öðrum sviðum íþróttanna og hefur nú margar íþróttagreinar á stefnuskrá sinni. Allt frá því að félagið var stofnað hefur það verið stefna þess að bæta og byggja upp aðstöðu félagsmanna, hafa grósku- mikið félagslegt starf samhliða þróttmiklu íþróttalífi. Það hefur vissulega margt breyst frá því Knattspyrnufélagið Valur var stofnað. Hin síðari ár hafa ekki hvað síst orðið við- burðarík fyrir Val og einstaka íþróttamenn þess. Margir og kærkomnir sigrar hafa unnist og aðstaða öll á eftir að breytast mikið til batnaðar með tilkomu hins nýja íþróttasvæðis sem félagið er nú að byggja upp og á það eftir að verða kjölfesta þess í framtíðinni. A þessum tímamótum vil ég því, um leið og ég flyt Knattspyrnufélaginu Val bestu afmæliskveðjur frá íþróttasambandi Islands, þakka þeim mörgu einstaklingum er hér eiga hlut að máli mikið og fórnfúst starf. Framlag þess fólks sem haldið hefur uppi merki Vals í sjötíu og fimm ár er ómetanlegt og í raun hefur félagið og starfsemi þess verið stór hluti af daglegu lífi Reykvíkinga, beint og óbeint. Ollum forystumönnum félagsins fyrr og síðar flyt ég kærar þakkir fyrir ómetanlegt framlag í þágu íþróttastarfsins í landinu í heild því að úr röðum Valsmanna höfum við átt mjög dugmikla og góða drengi sem starfað hafa á landsgrundvelli ef svo má segja. Megi framtíðin verða ykkur farsæl og heilladrjúg, vegur ykkar jafnt innan sem utan vallar fara vaxandi með hverju ári. Sueinn Bjömsson forseti ÍSl VALSBLAÐIÐ 9

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.