Valsblaðið - 01.05.1986, Side 36

Valsblaðið - 01.05.1986, Side 36
Danmerkurferð 3.flokks - Eftirfarandi grein er byggð á tölu sem Steinar Adolfsson, leikmaður með 3. fl. sl. sumar, hélt á uppskeruhátíð knattspyrnu- deildar Vals í nóvember. Steinar er frá Ólafsvík og var einn af máttarstólpum 3. fl. Vals í sumar en margir strákar þess flokks leika með 2. fl. næsta sumar. Miklar væntingar eru gerðar til flokksins á næsta ári enda mál manna að annar eins efni- viður góðra knattspyrnumanna hafi ekki verið í Val í langan tíma. í eftirfarandi tölu segir Steinar í grófum dráttum frá fyrstu reynslu sinni í Val og frá Danmerkurferð 3. flokks í júlí síðastliðnum. Góðir gestir! Ég hef verið beðinn að segja frá því hvernig það er að koma í nýtt félag og þeim viðbrigðum sem því fylgir. Astæða þess að ég fór í Val er sú að ég er að sækjast eftir meiri samkeppni því ef hún er ekki til staðar er hætt við að menn staðni og taki ekki lengur framförum. Það er óhætt að segja að næg samkeppni hafi verið í 3. flokki Vals sl. sumar því á æfingum voru allt að 20 manns sem allir vildu að sjálfsögðu vera í iiðinu. 1 Ólafsvík aftur á móti voru ekki nema 6-7 ein- staklingar í verulegri samkeppni og því allir öruggir í 11 manna lið. Reyndar vorum við tveir „sveitamenn- Steinar Adolfsson kom frá Ólafsvik og lék sitt fyrsta sumar með Val. Einn efni- legasti miðjumaður landsins í sínum aldursflokki. irnir” sem mættum á æfingu hjá Val strax um miðjan maí ég og Eddi félagi minn sem allir þekkja. Það er alltaf erfitt að byrja í nýju umhverfi með nýjum félögum og þjálfara. Aðlögunartíma þarf til að melta allt saman, en ef hópurinn er góður eins og hann er hjá Val gengur allt mun betur fyrir sig. Þegar við gengum í Val var þegar búið að ákveða að fara í keppnis- ferð til Danmerkur og voru strákarnir byrjaðir að safna peningum á ýmsan hátt til að kostnaðurinn yrði ekki eins mikill. Mótið sem farið var á heitir Dana Cup og var haldið í Hjörring í Danmörku. Mótið var mjög fjölmennt og sem dæmi um fjölda þátttökuliða voru keppnislið í 3. flokki eingöngu, 184 talsins - þannig að leiðin á toppinn var æði löng og ströng. Lagt var af stað til Danmerkur laugar- daginn 19. júlí en mótið sjálft stóð frá 21.-26. þess mánaðar. Með okkur í ferð- inni var valinkunnur mannskapur þ.e. Kristján þjálfari (það þótti æskilegast!!!), Gulla kona Kristjáns, sem var jafnframt fjármálaspekingur ferðarinnar og að lok- um Rásar 2 maðurinn Gunnlaugur Sig- fússon, sem var fararstjóri. I okkar liði voru liðin Birnir, Iþróttafélag Krákueyjabúa og að lokum knattspyrnu- Iiðið Alþýðuvinurinn. Við sigruðum nokkuð örugglega í riðlinum og urðum þar af leiðandi í fyrsta sæti! Eftir riðla- keppnina var útsláttarfyrirkomulag og því þyngdist róðurinn jafnt og þétt það er að segja því fleiri leiki sem við unnum. Að lokum féllum við úr keppni í 16 liða úrslitum - við töpuðum fyrir brasilísku liði eftir framlengdan leik og vítaspyrnu- 3. flokkur Vals sumarið 1986. Stórkostlegur efniviður leikmanna. Á myndina vantar reyndar nokkra leikmenn. 36 VALSBLAÐIÐ

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.