Valsblaðið - 01.05.1986, Side 50

Valsblaðið - 01.05.1986, Side 50
vera famir að kíkja á stelpur og skóla- félagamir, stunda þeirekki diskótekin? Nei, þeir eru sammála um a3 þeir fari nú ekki mikið á mis við þa3. Iþróttirnar eiga hug þeirra allan og auðvitað geta þeir litið á hitt kynið þó að þeir séu ekki á diskó um hverja helgi. Klukkan er nú langt gengin í tólf og ég er búin að tefja allt of lengi. Siggi hafði lætt sér út skömmu eftir að ég kom, á æfingu hjá 2. fl. karla í fótbolta sem hann þjálfar. Hann er kominn aftúr og spyr hvort eitthvað sé ekki eftir af kaffinu. „Ég er svo löt við að laga kaffi fyrir okkur tvö”, segir Ragn- heiður og stendur upp til að hella upp á könnuna. „Hann verður alltaf dauðfeg- inn ef einhver kemur því þá fær hann almennilegt kaffi því ég er svo lítil kaffi- manneskja og þá er Neskaffið látið duga, heldur hún áfram. Ég fer að reyna að pumpa Sigga um Valsferilinn, en hann vill sem minnst út á það gefa. Segir að nóg hafi verið talað og skrifað um sig í gegnum tíðina. Mér tekst þó að fá upp úr honum að hann hafi byrjað í IR í handbolta og spilað þar í þriðja eða fjórða flokki í marki. Um það bil sem hann er fimmtán ára gengur hann yfir í Val vegna þess að Valsmenn höfðu þá nýlega tekið í notkun nýtt íþróttahús sem freistaði. Ragnheiður skýtur inní að það sé einmitt aðstaðan sem hafi svo mikið að segja. „Það er nákvæmlega þetta sem er að gerast hjá Val núna, krakkarnir yfirgefa okkur vegna slæmrar aðstöðu. Ef Valur ætlar að halda í sína meðlimi í yngri flokk- unum, verður að koma upp nýja íþrótta- húsinu sem allra fyrst,” segir hún með áherslu. Ég læt Sigga ekki sleppa og spyr hann hvenær hann hafi spilað sinn fyrsta meistaraflokksleik með Val. „Ég hef trú- lega verið um það bil átján ára og spilaði þá sem útileikmaður með mörgum góðum sem áttu eftir að gera garðinn frægan. Ég get nefnt til að mynda Gústa Ögmunds, Gussa Skúla, Begga Guðna, Bjarna Jóns og Hemma Gunn. Undir það síðasta þegar ég fór að draga mig út úr handboltanum þá var að koma upp það lið sem átti eftir að vinna marga góða sigra og lyfta handboltanum hjá Val upp á hærra plan. — Hvað með landsleiki, áttu einhuem að baki? Nei, það hittist svo óheppilega á, að daginn áður en ég átti að spila minn fyrsta landsleik, þá veiktist ég af einhverjum vírus sem læknar héldu að væri liðagigt. Ég var, lá við, dæmdur í hjólastól, en sem betur fór lagaðist þetta, en ég tapaði því tækifæri að leika landsleik.” Ég er búin að dvelja alltof lengi í Efsta- sundinu en erfitt að slíta sig í burtu. Margar gamlar minningar rifjaðar upp, flett upp í gömlum Valsblöðum og blaðaúrklippum, hlegið mikið af hárgreiðslunum og bún- ingunum. Við erum öll sammála um að sá tími sem fór í íþróttirnar hafi verið okkur dýrmætur og gert okkur að betri mann- eskjum. Eitt er víst að minningarnar lifa og það var glampi í augunum á Ragnheiði Lárusdóttur og Sigurði Dagssyni, þegar ég kvaddi þau á tröppunum með þeim orðum að við myndum sjást fljótlega. Við vorum ekki í neinum vafa hvar það yrði. 50 VALSBLAÐIÐ 1

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.