Valsblaðið - 01.05.1986, Page 53

Valsblaðið - 01.05.1986, Page 53
En það eru ekki eingöngu gamlar handboltakonur í Valskonum. í félaginu eru eiginkonur eldri Valsmanna svo og eiginkonur og unnustur félaga sem stunda íþróttir með Val eða tengjast félaginu á einhvern hátt. Við höfum saknað þess að fá ekki til starfa með okkur, þær konur sem æfa með félaginu hverju sinni en þær eru ávallt velkomnar. Valskonur voru gerðar að löglegri deild innan Vals á aðalfundi 28. mars 1984 og er það vel því Valskonur eru að verða meira áberandi f starfi Vals með hverju árinu sem líður. Formaður Valskvenna situr fund með aðalstjórn ásamt for- mönnum annarra deilda hjá Val. Markmið félagsins er að efla kynningu og samstöðu félagskvenna. Rétt til inn- göngu hafa allar konur velunnarar Vals. Þessu markmiði teljum við okkur hafa náð því starfsemi Valskvenna hefur verið mjög fjölbreytt og skemmtilegt og ávallt mikið fjör þar sem Valskonur koma saman. Valskonur halda fundi 1 sinni f mánuði frá sept. til júní. Aðalfundur er haldinn í mars ár hvert. En lítum á starfið sl. 5 ár. Valsdagurinn hefur ávallt verið sá dagur sem Valskonur standa sem best saman. Þá sameinast allar við að gera kaffiborðið sem girnilegast og það hefur hreinlega svignað undan krásunum. Lengi vel var Valsdagurinn okkar eina fjáröflunarleið. Sú nýbreytni var tekin upp sl. sumar að Valskonur voru með kaffisölu eftir heima- leiki Vals í fótbolta. Reyndist þetta ágæt fjáröflunarleið en því miður lenti þessi vinna á fárra kvenna höndum og þökkum við hinar þeim vel fyrir. Miklar endurbætur voru gerðar á skíðaskála Vals og hafa Valskonur tvisvar notfært sér þá góðu aðstöðu sem þar er fyrir hendi. I maí 1982 var haldinn fjöl- skyldudagur og í des. 1984 héldu Vals- konur jólafund í skálanum, sem lengi verður í minnum hafður. Valskonur gáfu gestabók í skálann, einnig voru form. skíðadeildar afhentar 24 þús. kr. í júní 1983. Jólafundur með jólaglöggi er árviss at- burður hjá okkur, einnig jólaball fyrir yngstu börnin með heimsókn jólasveina. Valskonum var falið að sjá um árshátíð Vals 1984 og þar sem vel tókst til, einnig 1985. Þorrablót var haldið f febr. 1984, sem gjarnan mætti endurtaka. Margskonar kynningar og fyrirlestrar eru fastir liðir í starfseminni, sem við höfum bæði gagn og gaman af. Fyrstu árin var spiluð félagsvist af miklum krafti, en því miður hefur ekki verið spilað í 2 ár. Fjórar Valskonur, Magdalena, Kristín, Sigrún og Erla. Frá árshátíð Vals 1984. Frá vinstri: Þuríður Sölvadóttir, Helga Hafsteinsdóttir, Ragnheiður Lárusdóttir og Hildur Guðmundsdóttir. Nú spyrja sjálfsagt einhverjir. Hvað er gert við peningana sem safnast? Vals- konur hafa ekki legið á liði sínu við endurbætur á félagsheimilinu. Gáfum við kappa og gardínur fyrir glugga, einnig voru gefnir skápar undir verðlaunagripi. Ymislegt smádót hefur verið keypt í eld- húsið, svo sem kaffikanna og hnífapör, en betur má ef duga skal, því ýmislegt vantar ennþá. Valskonur hafa ávallt aðstoðað á af- mæli Vals, svo var einnig á 75 ára afmæl- inu sl. vor. Eins og sjá má er starfsemi Valskvenna mjög fjölbreytt, en við höfum nokkrar áhyggjur hvað lítil endurnýjun er í okkar félagi. Við viljum því hvetja allar konur ungar sem aldnar sem tengjast Val á einhvern hátt að starfa með okkur. Fyrir hönd Valskvenna óska ég Knatt- spyrnufélaginu Val til hamingju með 75 ára afmælið, með ósk um gæfu og góðan árangur í framtíðinni. Fyrir hönd Valskvenna Margrét Kristjánsdóttir VALSBLAÐIÐ 53

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.