Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1925, Page 49
37
næst er getiS. Skiftu þeir landi þessu meS sér jöfnum
skiftum, bygðu sinn á hvorum hluta þess og hafa búiS
þar síóan. Jónas er tvíkvæntur. Fyrrikona hans
var Þórunn Björnsdóttir Sigvaldasonar frá Útibleiks-
stöSum í MiSfirSi í Húnav.s. Börn þeirra hjóna eru:
Fggert Theodór, 30 ára, heima; Júlíus Havstein, 28
ára; hefir Júlíus keypt part af landi föSur síns og
reist þar bú; og Björn Ágúst, 26 ára, skólakennari;
hefir B. A. stig, og er enn aS menta sig. Allir eru þeir
bræSur hinir efnilegustu menn og söngmenn góSir,
sérstaklega Júlíus. Fyrrikonu sína misti Jónas 1901
eftir margra ára heilsuleysi. AriS 1915 kvongaSist
hann aftur, systur fyrri konu sinnar, Ingibjörgu aS
uafni. HafSi hún stundaS systur sína í veikindum
hennar og annast börn hennar þá og síSar sem væri
hún móðir þeirra. Ingibjörg kom aS heiman 1887.
Dvaldi nokkur ár í Winnipeg, fórþaSan til Seattle,
en til Point Roberts 1897 og hefir veriS þar síSan.
Hún er systir Jóns Björnssonar (Burns) þess sem get-
iS er hér aS framan. Jónas Samúelsson er prúS-
menni hiS mesta í öllu, greindur vel og sæmilega efn-
um búinu. Heimili hans er án efa eitt meS þeim allra
beztu á tanganum, frá hvaSa sjðnarmiSi sem á er
UtiS.
(í byrjun þessa æfiágrips stendur: Jónas Sæmundssou, en á a'ð vera
$Qmúel$son.[
Eiríkur Anderson (Arnason) Arasonar, er fædd-
ur 1866 á SigríSarstöSum í Vesturhópi í Húnavatns-
sýslu. MóSir hans var Marsibil Jónsdóttir, ættuS úr
sömu sveit. ÁriS 1890 kom hann aS heiman, dvaldi
í Winnipeg um hríS. Fór vestur til Victoria, B. C.,
1891, en til Point Roberts 1894. Tók 80 ekrur af
landi í félagi meS Jónasi Samúelssyni, eins og áSur
er sagt, og var meS honum í 4 ár. GerSu þeir félagar
þá helmingaskifti meS sér á landi þessu, og eftir þaS
bygSi Eiríkur á lándi sínu snoturt hús og hefir búiS