Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1925, Blaðsíða 74
62
legasti drengur, þá innan tvítugs aldurs. En 1920
seldu þeir feSgar heimili sitt á tanganum og fluttu til
Pleasant Valley, 8 mílur fyrir sunnan Blaine. Þar
bygSu þeir á ný hiS vandaSasta heimili. Var það
ætlun Magnúsar aS byggja sér þar framtíðarheimili
og aS þar skyldu foreldrar hans lifa æfikveldiS undir
umsjón hans í ró og næSi. En þaS fór á annan veg.
Magnús dó í jan. 1923. Foreldrar hans búa nú aS
þessu nýja heimili meS dóttur þeirra, Ingibjörgu,
rúmlega tvítugri. en mikiS af ánægju þeirra og fram-
tíSarvonum fóru meS syninum unga í gröfina. Þó
þau hjón, Jón og Guðrún, ættu sjálf ekki nema þau
tvð börn, sem hér hefir yeriS getið, Magnús Helga,
f. 18. okt. 1895, d. í jan. 1923 og Elísu Mínu Ingi-
björgu, f. 2. júní 1900, þá hafa þau reynst bjargvæct-
ir annarra barna, sem bágt áttu. Um eitt skeiS
höfSu þau f jögur tökubörn í einu í 5 ár, einn dreng í
11 ár og dreng tóku þau einnrar nætur gamlan, ólu
hann upp og voru honum sem sínum eigin börnum.
Piltur sá er nú giftur og sjálfur sex barna faSir. Hann
heitir SigurSur Hermann, sonur GuSmundar Mark-
ússonar (föSurbróSur fóstru sinnar) og Salóme Engil-
bertsdóttir á Meiribakka í Skálavík, SigurSur býr í
Bellingham.
Jón Jónsson, Yukonfari, ættaSur úr BorgarfirSi
sySra og kona hans GuSrún, komu á tangann áriS
1900 og náSu þar 20 ekrum og bjuggu þar 12 eSa
13 ár. Þá seldi Jón land sitt og fluttist á burt. Þau
lijón slitu samvistum. GuSrún er nú gift enskum
manni og býr í Seattle. SíSan liefir Jón dvaliS á
ýmsum stöSum á ströndinni. Börn Jóns og GuSrún-
ar eru Ágúst Kristján og Margrét. gift ameríkönskvm
manni. GuSrún hefir verið talin mesta merkiskona.
Jón þekkja margir aS því aS vera laglega hagorSur
og vel skynsamur.