Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1925, Page 78
Jesse prestur.
Eítir
L. Gudmand Höyer.
lí lauslegri þýðinéu eftir Valdiinar J. Eylands. ]
(Niður vi’ð vesturströnd eyjarinnar Falstur, í Danmörku,
stendur lítill bær kallatSur Nyköbing-. I>essi bær varð á vegi
Karls X. Svíakonungs, er hann árit5 1659 fór herskildi yfir
Danmörku. Hvarvetna, sem herinn fór, voru bæir brendir og
eyddir. Sag-a sú, er hér fer á eftir, skýrir frá, hvernig- Ny-
köbing-bær komst hjá eyðileggingunni.)
Koldimmur febrúarhimininn grúfir lágt og
drungalega yfir Nyköbing-bæ. Einkennilegir ský-
flókar, af öllum stærðum og í ýmiskonar kynja-
myndum, koma svífandi í loftinu norðan yfir hið ísi
þakta Gullborgarsund, þar sem mjöllin feykist til og
frá, eftir því sem vindurinn blæs.
Bærinn, lítill og illa lýstur, stendur á hrjóstrugri
og skjcllausri hæð. Það virðist eins og þessi litlu
hús, í brekkunni milli kirkjunnar og þinghússins,
hjúfri sig hvert að öðru til að halda betur á sér hita;
ekki hafa þau heldur skjól að snjónum, því jafnóð-
um og hann kemur, feykir vindurinn honum í
burtu.
Fátæklegur og freðinn — hjá ferjustaðnum við
sundið, sem stynur og ýlfrar í endalausum skerandi
róm úti í myrkrinu -— viljalaus, ósjálfbjarga, bund-
inn á klafa vetrar og hörku — þreklaus, máttlaus,
eins og alt landið mundi brátt verða undir hinu stál-
harða oki sænska einvaldans. Þannig er bærinn —
Það viröist eins og andvörp hinnar köldu nátt-
úru stígi upp fyrir þessum litla, fátæklega bæ, sem