Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1925, Side 80
68
Verk eyöileggingarinnar er líka vel komiö af
stað. Konungi er vel ljóst, hvaö um er að vera niðri
í hænum, þar sem ósiðaöir hermenn höfðu sezt að
á heimilunum. — Svo sparkar hann í huröina með
stígvélahæli sínum, og inn kemur einn af liersliöfð-
ingjum hans.
Úrsiitaskipunin er gefin. — Við kveikjum í bæn-
um í fyrramáliö, áður en viö förum lengra með her-
inn. — Það verður heitur sunnudagur fyrir blessað
fólkið, ef hátigninni verða ekki færð tilnefnd þús-
und ríkisdala með morgunkaffinu í rúmið klukkan
sjö. Ekki einni mínútu seinna. Ekki heldur ein-
um eyri minna. — Þá vita líka hinir bæirnir, á
liverju þeir eiga von, jafnóðum og röðin kemur að
þeim. Það eru aðeins tvær liliöar á málinu: Pen-
ingar eða eldur! Klukkan sjö hér í þinghúsinu.
Klukkan tólf fer herinn af stað. Við byrjum að ræna
klukkan tíu og kveikjum í hálf-ellefu. Við byrjum
með þinghúsið og kirkjuna. Kirkjan verður brend
með öllu sem í er, hvort sem guðsþjónusta verður
haldin þar eða ekki. Ef svo verður, þá verður það
að minsta kosti heit messa fyrir þá kirkjuræknustu
meðal Nyköbing-búa. Það verður regluleg prédik-
un með eldi og anda, geðshræringu og guðsótta. En
sóknarpresturinn hefir sýnt sig andvígan. Það er
þá bezt að fara og finna hann heima lijá honum, og
sjá hvað úr honum verður.
— Jæja, — annars — konungurinn ætlar að
senda ráðgjafa sinn með orösendingu til prestsins,
sem hafði neitað að láta kirkjulyklana af hendi, svo
að hermennirnir gætu flutt í hana. Og hann hafði
neitað á þann hátt að orð hans v o r u t e k i n t i 1
g r e i n a. Jæja, hátigninni er sama, aðeins að her-
mennirnir fái húsaskjól. — Hann lætur segja prest-
inum að það sé bezt fyrir liann að strika yfir guðs-
þjónustuna í fyrramálið, því að rétt um það leyti
verði kveikt í kirkjunni og bænum, — og í slíku til-
felli er aldrei hægt að segja, hvað koma kann fyrir,
þar sem fjöldi fólks er saman kominn. Svo þarf líka