Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1925, Page 87
orgelinu, hægt er tekiS undir:
Vor guð er borg á bjargi traust
vort bezta sverð og verja------
Það ómar eins og líksöngur.-------
Lengi á eftir er þögn. Presturinn krýpur í inni-
legri bæn.
Að síðustu gengur liann í prédikunarstólinn.
Með erfiðismunum ryður hann sér braut í gegnum
mannþröngina. Hópur af sænskum hershöfðingj-
um, með breiða hatta með blaktandi fjöðrum á, er
kominn inn, og allir víkja óttaslegnir úr vegi fyrir
þeim. Presturinn stansar þar sem hann mætir þeim
fyrir neðan prédikunarstólinn. Stór og höfðingleg-
ur stendur hann fyrir framan þá. Hann þekkir þá
ekki og virðir þá ekki fyrir sér. Hann aðeins stend-
ur þar eins og sá sem valdið hefir, réttir út hendina
og skipar: Takið ofan hattana! Svo bætir hann við,
eins og hann tali við sjálfan sig, um leið og hann
snýr sér við og fer upp í stólinn: Það er venja í þessu
landi. — En hattarnir voru teknir ofan. Þegar hann
keínur upp í stólinn, sér hann hvar hershöfðingjarn-
ir reka gamalt fólk upp úr sætunum til þess að geta
sjálfir sezt. — Bíðið við! þrumar prestur. Hér lát-
um við þá gömlu sitja. Þið, sem yngri eruð, getið
staðið eða aðrir enn yngri staðið upp! Það verður
svo úr. Herrarnir fá sæti nærri prédikunarstólnum.
— En allur söfnuðurinn stendur á öndinni af ótta.
Snöggvast virðist það eins og þeir dauðu séu farnir
að rísa upp. Hræðslufullir kvaladrættir komá á
andlit nokkurra. En þeir hverfa strax aftur.
Djákninn er kominn að prédikunarstólnum og
ætlar að fara upp. Presturinn veit auðsjáanlega
ekki, við hverja hann á; hann ætlar að segja honum
það áður en þessi leikur gengur of langt. En séra
Jesse gefur honum bendingu um að snúa aftur áður
en hann fær nokkuð sagt.
■— Nei, hann veit ekki við hverja hann á, og hann
kærir sig ekki um að vita það. — Guð sjálfur veit