Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1925, Qupperneq 95
63
ið aftur, og benti um leið með hönd sinni til himins:
Hærra upp, Yðar Hátign! —-
Þá brosti Gústaf konungur vingjarnlega, og
sagði um leið og hann keyrði hest sinn sporum:
Jæja, við höfum það þá þannig!
— En bæjarmenn lyftu presti sínum upp í gull-
stól og báru hann til kirltjunnar, og héldu þar al-
menna þakkarguðsþjónustu.
SJÖ ÁSTÆÐUR
fyrir því ab kúabú gefa af sér
góban hagnab.
Ritgerð þessi er eftir W. B Barney, sérfrœðing vi'ð tim af bunaðarmála-
deildum Bandaríkjanna.
1. Mjólk og mjólkurmatur eru alveg nauð-
synleg fyrir líf, heilsu og heilbrigðan þroska. Fólki,
sem les og hugsar er að verða þetta kunnugra með
hverju árinu sem líður, og þess vegna eykst stööugt
notkun mjólkur og mjólkurafurða. En það mætti
líka segja með sanni, að notkun ýmsra efna, sem
notuð eru í stað mjólkur, fari vaxandi. Hátt verð
á stríðsárunum og lofsverð föðurlandsást gerðu
notkun slíkra efna ærið almenna. En engin efni,
sem notuð eru í stað mjólkurafurða, geta kept viö
þær, hversu mikið sem þau eru auglýst. Hvers
vegna. Vegna þess að mjólkurafurðir hafa víta-
men að geyma, og vítamenin eru alveg nauðsynleg
fyrir lieilsu og þroska. Þau finnast ekki til neinna
muna í öðrum fituefnum, livorki í dýraríkinu né
jurtaríkinu, og það eru þess kyns fituefni, sem not-
uð eru sem aðalefni í alt það, sem fram er boðið í
stað mjólkurafurða.
2. Aukin þekking á því, hvað er holt fyrir
börn, og í heilsufræði yfir höfuð, mælir eindregið
með því, að mjólk sé notuð handa börnum, sem eru