Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Page 23

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Page 23
ALMANAK 23 vík, að viðstöddum ríkisstjóra, ríkisstjórn, alþingismönn- um fulltrúum erlendra ríkja, öðrum gestum og miklum mannfjölda. Víkur nú sögunni til Þingvalla, en þar fór fram að Lögbergi laust eftir hádegið meginþáttur hátíðarinnar, lýðveldisstofnunin sjálf. Kl. 1.30 setti forsætisráðherra dr. Björn Þórðarson hátíðina, er byrjaði með látlausri en fagurri guðsþjónustu. Biskup Islands dr. Sigurgeir Sigurðsson flutti hjartnæma ræðu og bæn, en f jölmennur kór söng sálmana “Þín misk- unn, ó, Guð” og “Faðir andanna”, og tóku margir undir í mannfjöldanum. Þvínæst hófst fundur í sameinuðu Alþingi, er forseti þess stjórnaði, en á dagskrá voru gildistaka stjórnarskrár lýðveldisins Islands og forsetakjör. Samkvæmt undangenginni samþykkt Alþingis á fundi þess í Reykjavík daginn áður, lýsti forseti sameinaðs þings því síðan yfir, að stjórnarskrá lýðveldisins væri nú gengin í gildi. Mikill fáni—lýðveldisfáninn—var dreginn að hún að Lögbergi. Kirkjuklukkum um landið allt var hringt í tvær mínútur og að því loknu var einnar mínútu þögn og um- ferðastöðvun um allt landið. Var þagnarstund þessi hátíð- leg mjög, en er henni lauk var sunginn þjóðsöngurinn. Mun öllum viðstöddum verða sú mikla stund ógleym- anleg, þá er því var lýst, að lýðveldi væri að nýju stofnað á Islandi. 1 klukknahljómnum, er að eyrum barst, var sem heyra mætti fótatak þeirrar nýju aldar, sem nú var að hefjast í sögu þjóðarinnar. Draumurinn hjartfólgni um endurborið frelsi Islands hafði rætst að fullu en þegar “hugsjónir rætast fer þrumurödd um lönd”. Þá rödd hafa vafalaust margir fundið bergmála í sál sinni þessa ógleymanlegu örlagastund að Lögbergi. Þegar forseti sameinaðs þings hafði flutt skörulegt ávarp, gengu þingmenn til kosningar fyrsta forseta Is-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.