Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Side 25

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Side 25
ALMANAK 25 hin virðulegustu og áhrifamikil að sama skapi. Varð nú nokkurt hlé, en um kl. 4.00 síðdegis hélt lýð- veldishátíðin áfram á Völlunum. Lék lúðrasveit þar ýms lög og þjóðkór söng mörg ættjarðarljóð, en síðan hófust ræðuhöld. Dr. Alexander Jóhannesson, formaður þjóðhátíðar- nefndar, tók fyrstur til máls og var ávarp hans hið skör- ulegasta. Þvínæst flutti fulltrúi Vestur-fslendinga kveðj- ur þeirra, og var auðséð, að þær áttu næman hljómgrunn í hugum mannfjöldans. Þá er hann hafði lokið máli sínu, gerðist sá atburður dagsins, sem lengi mun öllum þakklátlega í minni geym- ast. Forsætisráðherra gekk fram á ræðupallinn og flutti mannfjöldanum þá kærkomnu fregn, að nýkomið væri hlýort heillaóskaskeyti til þjóðarinnar frá Kristjáni kon- ungi tíunda. Fagnaði mannfjöldinn mjög þessum boðskap hins vinsæla og mikilsvirta konungs og hyllti hann með ferföldu húrrahrópi. Hélt dagskráin síðan áfram með söng þjóðhátíðarkórs Sambands íslenzkra karlakóra, en síðan flutti Benedikt Sveinsson, fyrrv. alþingismaður og fyrrv. forseti neðri deildar, þróttmikla ræðu um sjálfstæðisbaráttu Islend- inga. Að því búnu voru lesin upp Islandsljóð þau eftir Huldu og Jóhannes úr Kötlum, sem verðlaun höfðu hlot- ið, en þá fór fram tilkomumikil hópsýning 170 leikfimis- manna. Hefir þá lýst verið hátíðahöldunum að Þingvöll- um í megindráttum. Daginn eftir, sunnudaginn þ. 18. júní, hélt lýðveldis- hátíðin áfram í Reykjavík, sem klædd var sínurn fegursta hátíðarskrúða, fánum prýdd meir en nokkur dæmi höfðu áður verið til. Mun lengi í minnum lifa hin afar fjölmenna skrúð- ganga—stærsta skrúðganga í sögu höfuðstaðarins—er var meginþáttur hátíðahaldsins; gengið var frá Háskólanum fram hjá Alþingishúsinu, þar sem mannfjöldinn hyllti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.