Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Side 25
ALMANAK
25
hin virðulegustu og áhrifamikil að sama skapi.
Varð nú nokkurt hlé, en um kl. 4.00 síðdegis hélt lýð-
veldishátíðin áfram á Völlunum. Lék lúðrasveit þar ýms
lög og þjóðkór söng mörg ættjarðarljóð, en síðan hófust
ræðuhöld.
Dr. Alexander Jóhannesson, formaður þjóðhátíðar-
nefndar, tók fyrstur til máls og var ávarp hans hið skör-
ulegasta. Þvínæst flutti fulltrúi Vestur-fslendinga kveðj-
ur þeirra, og var auðséð, að þær áttu næman hljómgrunn
í hugum mannfjöldans.
Þá er hann hafði lokið máli sínu, gerðist sá atburður
dagsins, sem lengi mun öllum þakklátlega í minni geym-
ast. Forsætisráðherra gekk fram á ræðupallinn og flutti
mannfjöldanum þá kærkomnu fregn, að nýkomið væri
hlýort heillaóskaskeyti til þjóðarinnar frá Kristjáni kon-
ungi tíunda. Fagnaði mannfjöldinn mjög þessum boðskap
hins vinsæla og mikilsvirta konungs og hyllti hann með
ferföldu húrrahrópi.
Hélt dagskráin síðan áfram með söng þjóðhátíðarkórs
Sambands íslenzkra karlakóra, en síðan flutti Benedikt
Sveinsson, fyrrv. alþingismaður og fyrrv. forseti neðri
deildar, þróttmikla ræðu um sjálfstæðisbaráttu Islend-
inga. Að því búnu voru lesin upp Islandsljóð þau eftir
Huldu og Jóhannes úr Kötlum, sem verðlaun höfðu hlot-
ið, en þá fór fram tilkomumikil hópsýning 170 leikfimis-
manna. Hefir þá lýst verið hátíðahöldunum að Þingvöll-
um í megindráttum.
Daginn eftir, sunnudaginn þ. 18. júní, hélt lýðveldis-
hátíðin áfram í Reykjavík, sem klædd var sínurn fegursta
hátíðarskrúða, fánum prýdd meir en nokkur dæmi höfðu
áður verið til.
Mun lengi í minnum lifa hin afar fjölmenna skrúð-
ganga—stærsta skrúðganga í sögu höfuðstaðarins—er var
meginþáttur hátíðahaldsins; gengið var frá Háskólanum
fram hjá Alþingishúsinu, þar sem mannfjöldinn hyllti