Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Qupperneq 42
42
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Kristbjörg Jóhannesdóttir er gift Marteini Guðmunds-
syni (Marteinssonar frá Skriðustekk). Þau hjónin eru
systkinabörn og hafa engin börn átt. Hún er nú 76 ára
að aldri. Hún er heimildarmaður minn um þetta frænd-
fólk allt.
Jón Jóhannesson er tvígiftur, átti fyrst vestfirska konu,
Guðbjörgu að nafni, og með henni fjögur börn, er upp
komust. Síðan átti hann Kristínu nokkra af austfirskum
og norðlenskum ættum og með henni sex börn, er lifðu.
Jón er nú 72 ára gamall.
Sumarið 1887 fór líka vestur Gísli Jónsson bóndi á
Randversstöðum, með konu, börn og systkini. Gísli var
bróðh Sigtryggs, er bjó á Gilsá, og Gunnars, er lengi bjó
á Skriðustekk. Kona hans hét Kristín, en börn Jón og
Þóra (?), bróðir hans hét Marteinn, en Björg systir. Þau
fóru öll til N. Dakota; þar dó Kristín. Eftir það fóru þeir
vestur til Saskatchewan og tóku lönd austur við Foam
Lake. Jón Gíslason verslaði með bíla, en Björn bróðir
hans var bóndi; Gísli faðir þeirra var hjá þeim; þeir köll-
uðusig allir Breiðdal. Gíslidó 1935. Marteinn bróðirhans
dó fyrir löngu í Bandaríkjunum, en Björg systir hans gift-
ist vestur í Alberta.
Sumarið 1887 fóru líka vestur hjónin frá Ásunnar-
staðastekk: Gunnlaugur Bjarnason og Lukka Eyjólfsdótt-
ir, kona hans; þau fóru fyrst til Argyle (Kristbjörg Jóhann-
esdóttir). Móðir Gunnlaugs var Ingibjörg Bjarnadóttir,
systir Árna Bjarnasonar föður þeirra Dísarstaðasels-
bræðra Árnabjörns og Bjarna. Lukka var systurdóttir
Oddnýjar í Flögu, móður Jóns Jónssonar á Þorgrímsstöð-
um. Bróðir Lukku var Helgi, faðir Sigríðar í Urðarteigi.
Þau Gunnlaugur og Lukka fóru vestur með tvö börn sín,
Þorbjörgu og Björn, ásamt dótturdóttur Gunnlaugs.
Lukku. Sú Lukka var dóttir Elínbjargar Gunnlaugsdóttur
og Guðmundar Sveinssonar. Eftir að vestur kom eignuð-
ust þau enn dreng, Kristján, sem síðan átti Guðnýju,