Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Qupperneq 49
ALMANAK
49
19 vetra að læra steinsmíði og árið eftir fór hann að
Sauðanesi að byggja steinhús og kirkju fyrir Vigfús próf-
ast Sigurðsson, kvæntist hann Þórclísi systurdóttur hans
1881. Vorið 1883 fór hann til Vopnafjarðar og opnaði þar
gistihús. En 1891 varð hann fyrst flutningsstjóri og fór
með 50 manns vestur. Ferðaðist hann síðan um Islend-
ingabyggðir í Vestur-Canada til þess að kynna sér lands-
hætti og afkomu manna. Næsta ár fór hann enn vestur
með enn stærri hóp, og nokkru síðar fluttist hann sjálfur
til Winnipeg, settist þar að og gerðist athafnamaður
einkum um húsabyggingar. Hann var enn umboðsmaður
Canadastjórnar á Islandi 1901—03 og 1905. Hann varð
danskur konsúll í Winnipeg 1910.
Þau Sveinn og Þórdís áttu fimm sonu, sem lifðu til
fullorðinsára. Sveinn flutti að lokum vestur að Kvrrahafi
og þar dó hann 1930 í Crescent, B. C.
VII.
Á síðasta tug aldarinnar virðist yfirleitt hafa verið hlé
á vesturferðum úr Breiðdal, en eftir aldamótin fer enn
nokkuð af fólki, og langflest árið 1903.
Árið 1894 fluttist Guðrún Antoníusardóttir af Jök-
uldal til Ameríku með eitthvað af börnum sínum. Guðrún
var pkkja eftir Þorstein nokkurn Jónsson, áttu þau mörg
börn, er sum voru á fóstri í Breiðdal. Antoníus, elsti sonur
þeirra, var kominn vestur á undan móður sinni og sendi
henni fargjaldið heim. Með Guðrúnu fóru vestur Sigurð-
ur, Sigríður, Guðjón Björgvin Isberg, Kristbjörg, er hafði
verið á Gilsá hjá Sigtryggi Jónssyni, og Helga, sem hafði
verið á Asunnarstaðastekk hjá Gunnlaugi Bjamsyni, uns
hann fór vestur (1887), en síðan í Flögu. Ein dóttir hennar
var Antonía, á fóstri hjá Hóseasi á Höskuldsstöðum; hún
fór með honum vestur 1903. Guðrún Antoníusdóttir dó
í Baldur í Argyle 1932, 83 ára. Börn hennar ílentust í