Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Qupperneq 82
82
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Stuttu síðar lagði hann, ásamt forsetaritara, af stað til
flugvallarins, en þaðan lá förin til sumarhótels norður í
Maine-ríki, og dvaldi forseti þar í tvo daga, en utanríkis-
ráðherra varð eftir í New York borg, ásamt blaðafulltrúa,
og vann þar að afgreiðslu ýmsra utanríkismála.
Á föstudaginn þ. 1. september hittust forseti, utan-
ríkisráðherra og förunautar þeirra síðan á norðlægum
flugvelli, og gekk flugferðin þaðan heimleiðis jafn prýð-
ilega og ferðin vestur, en til fslands var komið snemma
næsta laugardagsmorgun, þ. 2. september.
Hér hefir þá vikið verið að helstu atburðum, sem
gerðust í heimsókn þeirra forseta og utanríkisráðherra;
einu skal þó bætt við. Meðan forseti fslands dvaldi í New
York borg, flutti hann þ. 28. ágúst ávarp á dönsku í út-
varp til Norðurlanda, og komst meðal annars þannig að
orði:
“Á fjórða ár hefir nú haldizt sérstakt, náið samstarf
vor fslendinga við Bandaríkin. Það hefir verið með þeim
hætti, að vér getum verið þakklátir fyrir.
En þetta samstarf hefir ekki haft nein áhrif á þann
hug,sem vér berum í brjósti til hinna Norðurlandaþjóð-
anna. Þrátt fyrir einangrun frá Norðurlöndunum hinutn
á liðnum árum, hefir ekkert dregið úr einlægni og innileik
þess bróður- og vináttuhugar, sem á traustar rætur í sam-
eiginlegum uppruna við þessar frændþjóðir vorar, gömlu
menningarsambandi og sameiginlegri trygð við hugsjónir
lýðræðisins.
Eg þykist geta fullyrt, að fslendingar þrá þá stund,
er einangrunin frá norrænu bræðraþjóðunum hverfur og
sambandið við þær næst að nýju. Sú einlæga samúð, sem
vér berum í brjósti með Dönum og Norðmönnum vegna
þjáninga þeirra undanfarin ár, hefir orðið enn dýpri vegna
aðdáunar vorrar á hetjubaráttu þeirra við ofureflið.”
Var Bandaríkjaför forseta um allt hin prýðilegasta og
hon'um og utanríkisráðherra tekið með miklum ágætum.