Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Síða 102
102 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
6. Jakob Páll Jónsson fiskimaður að Gimli, Man., á Johnson Me-
morial sjúkrahúsinu |rar. Fæddur 9. júlí 1874 að Lágmúla i /
Hvammsókn í Laxárdal í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar: Jón
Jónsson hreppstjóri frá Viðvík og Guðrún Halldórsdóttir. Kom
til Canada aldamótaárið.
6. Thorsteinn Stone (Thorsteinsson), forstjóri við flutningstækja-
deild T. Eaton verzlunarfélagsins i Winnipeg, á Grace sjúkra- ,
húsinu þar í borg. Fæddur að Rótum i Arnesbyggð í Nýja
Islandi 9. nóv. 1888. Foreldrar: Jón Þorsteinsson frá Hraundal
i Mýrasýslu og Solveig Bjarnadóttir frá Gufuskálum undii
Jökli, er fluttust vestur um haf í nefnda byggð árið 1886.
7. Guðbjörg Einarsdóttir Suðfjörð, að heiniili Kristínar dóttur
sinnar (ekkju Halls G. Egilsson), í Calder, Sask. Fædd 14.
marz 1844 að Stað í Steingrímsfirði. Foreldrar: Einar Jón-
atansson og Sigríður Iljaltadóttir prófasts á Stað. Kom vestur
um haf til Canada með manni sínum Einari Jónssyni Suðfjörð
frá Seljalandi í Skutulfirði (d. 1923) árið 1883; voru meðal
fyrstu íandnema i Þingvalla-byggðinni i Saskatchewan (1886)
og námu síðar land í Manitoba.
7. Guðmundur Jóhannesson Laxdal, að heimili sinu í grennd við
Swan River, Man. Fæddur að Laxárdal á Skógarströnd í
Snæfellsnessýslu 15. febr. 1864. Foreldrar: Jóhann Jónsson og
Ingibjörg Þorkelsdóttir. Fluttist til Bandaríkjanna með móður
sinni 1887. Átti framan af árum heima í N. Dak., en gerðist
einn af fyrstu landnemum í Swan River dalnum 1899.
7. Jónas Helgason, að heimili sínu í Winnipeg. Fæddur árið 1879
á Bæjarstæði við Seyðisfjörð. Foreldrar: Helgi Einarsson og
Kristjana Olgeirsdóttir. Fluttist til Canada með foreldrum sín-
um 1883.
8. Guðrún Þorsteinsdóttir Ingimundsson, kona Bjarna Ingimunds-
sonar, að heimili dóttur þeirra og tengdasonar, Mr. og Mrs.
Jóhanns A. Jóhannsson, í grennd við Langruth, Man. Fædd
11. sept. 1861 í Nýlendu á Seltjarnarnesi. Foreldrar: Þorsteinn
Þorsteinsson, ættaður úr Skaftafellssýslu, og Guðný Vigfús-
dóttir, ættuð úr Borgarfirði. Kom til Vesturheims 1886.
9. Ólöf ólafsdóttir Hjálmarsson, kona Finnboga Iljálmarssonar, að )
heimili sínu í Winnipeg. Fædd 23. febr. 1855 að Ærlæk í
Axarfirði í Norður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar: Ólafur Gabríels-
son og Sólveig Eiriksdóttir bónda í Ilafrafellstungu. Fluttist
til Vesturheims með manni sínum 1887; bjuggu í grennd við
Grafton, N. Dak., í 12 ár, en síðan um 40 ára skeið í Winni- ,
pegosis, Man. Meðal barna þeirra er dr. Númi Hjálmarsson að
Pilot Mound, Man.
10. Guðrún Jónsdóttir Jónsson, ekkja Þórarins Jónsson (d. 1943),
að heimili sínu í Winnipeg. Fædd 14. ágúst 1870 að Efra Apa-
vatni í Árnessýslu. Foreldrar: Jón Vigfússon og Steinun Jóns-
dóttir. Fluttist vestur um haf um aldamót og dvaldi lengstum