Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1945, Side 104
104
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
innan íslenzku Góðtemplara-reglunnar vestan hafs.
Febr. Seint í þeim mánuði fórst Kjartan Thorsteinsson, á þrítugs-
aldri, í bílslysi í grennd við Rrandon, Man. Foreldrar: Jón og
Sigríður Thorsteinsson í Wynyard, Sask.
MARS 1944
2. Signý Rósbjörg Stuart frá Hnausa, Man., á Almenna sjúkra-
húsinu í Winnipeg. Fædd 5. júli 1895 að Nýhaga í Geysisbyggð
í Nýja Islandi. Foreldrar: Sigurjón Thordarson, ættaður frá
Flöguseli í Ilörgárdal, og Anna Jónsdóttir frá Þverá í Skriðdal.
2. Guðlaug Zoega, ekkja Þórðar Jóhannessonar Zoega (d. 1942),
að heimili sinu í Silver Bay, Man. Fædd að Minni-Vogum i
Gullbringusýslu 1849. Foreldrar: Egill Hallgrímsson prestur
og Þuríður Klemensdóttir frá Stapakoti í Njarðvíkum. Fluttist
til Canada með manni sínum aldamótaárið.
2. Jónas Björnsson, að Reynistað í Mikley, Man. Fæddur að Illið
í Kollafirði 24. júní 1868. Foreldrar: Björn Jónsson og Þórdís
Guðmundsdóttir. Fluttist vestur um haf árið 1887.
3. Snjólaug Ilannesson, kona Jóns Hannessonar, að heimili sínu
í Winnipeg, 73 ára að aldri. Um ætt hennar, sjá dánarfregn
Thorsteins Stone bróður hennar, 6. febrúar hér að ofan.
5. Stefán Jóhann Stefánsson, að heimili sínu í Selkirk, Man.
Fæddur að Háagerði á Skagaströnd i Húnavatnssýslu 31. ág-
úst, 1882. Foreldrar: Jóhann Stefánsson og Friðbjörg Gríms-
dóttir. Fluttist til Vesturheims með foreldrum sínum 1886.
Hafði verið skipstjóri á Winnipeg-vatni nærfelt þrjátíu ár.
7. Ólafur Ólafsson (Oliver Olsen), á Grace sjúkrahúsinu í Winni-
peg, 67 ára að aldri. Ættaður af Akranesi, en kom barnungur
vestur um haf og hafði verið í Winnipeg í 60 ár.
9. Friðrik Pétur Bergmann, að heimili sínu í Williston, N. Dak.
Fæddur í íslenzku byggðinni í Minnesota 11. ágúst 1879. For-
eldrar: Eiríkur Hjálmarsson Bergmann og Ingibjörg Péturs-
dóttir, er lengstum bjuggu vestan hafs að Garðar, N. Dakota.
Albróðir Hjálmars A. Bergmann, dómara í hæstarétti Mani-
toba-fylkis.
Í0. Thorsteinn Thorsteinsson frá Otto, Man., á Almenna sjúkra-
húsinu í Winnipeg, 49 ára að aldri. Fæddur að Otto, sonur
Björns Thorsteinssonar frá Hofstöðum í Hálsasveit og konu
hans.
11. Halldór II. Reykjalín, að heimili sínu í Chicago, 111. Fæddur
í Dalasýslu 4. júlí 1867. Foreldrar: Halldór Friðriksson Reykj-
alín og Sigurrós Halldórsdóttir. Fluttist til Ameríku með for-
eldrum sínum 1876 og hafði lengstum verið búsettur að
Mountain.
15. Hallfríður Magnúsdóttir Guðmundsson, kona Þórarins Guð-
mundsson, að heimili dóttur sinnar og tengdasonar Mr. og Mrs.
II. Sumarliðason í Vancouver, B. C. Fædd á Sævarlandi í
Skagafjarðarsýslu 3. jan. 1866 og ólst upp hjá Hafsteini Skúla-