Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Qupperneq 23
ALMANAK
25
hafði hún verið kosin heiðursfélagi bæði í Jóns Sigurðs-
sonar félaginu og Þjóðræknisfélaginu.
En þó að Guðrún H. Finnsdóttir ynni íslenzkum bók-
menntum að fomu og nýju hugástum og væri handgengin
þeim, náði bókmenntalegur áhugi hennar miklu lengra,
því að hún var víðlesin í bókmenntum annara þjóða, ekki
síst canadiskum, enskum og amerískum bókmenntum, og
kunni ágæt skil á þeim, svo að sérstök ánægja var að ræða
við hana um þau efni; höfðu þau hjónin einnig komið sér
upp stóru og vönduðu bókasafni íslenzkra og erlendra
úrvalsrita. Guðrún bar í brjósti órofa tryggð til ættlands
síns, en kunni einnig vel að meta sitt nýja heimaland, enda
komst hún svo að orði í ræðu í samsæti ,sem íslenzkar
konur í Winnipeg héldu henni til heiðurs fyrir allmörgum
árum síðan, að jafnhliða ættjörðinni ætti fósturlandið
drjúg ítök í huga sínum. I þeim skilningi kvaðst hún vera
bæði Islendingur og Vestur-lslendingur, og er það bæði
réttilega og viturlega að orði komist.
Er þá komið að þeirri hliðinni á starfsemi Guðrúnar
H. Finnsdóttur, sem hún var víðkunnust fyrir, en það var
skáldsagnagerð hennar. Langt er nú liðið síðan smásögur
hennar fóru að birtast í íslenzkum blöðum og tímaritum
vestan hafs, sérstaklega í Tímariti Þjóðræknisfélagsins,
og dróu þær skjótt að sér athygli bókmennta- og skáld-
skaparvina. Þá voru fimm af sögum hennar teknar upp í
úrval það úr bókmenntum fslendingaíVesturheimi, Vest-
an um haf, sem út kom 1930, og þeir Einar H. Kvaran
rithöfundur og dr. Guðmundur Finnbogason söfnuðu til.
Fór Einar, sem skrifaði inngangsritgerðina um sögurnar
og ritgerðimar í safninu, hinum lofsamlegustu viðurkenn-
ingarorðum um sögur Guðrúnar, og fónist, meðal annars,
þannig orð um sögu hennar “Fýkur í sporin”, að hún væri
“átakanlega hugnæm, prýðilega sögð” og “djúpsettur,
listrænn þunglyndisblær” yfir henni.
Hvað í Guðrúnu bjó sem skáldkonu kom þó enn betur