Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 56
OLI S. ARASON.
Eftir G. J. Oleson.
Argyle byggðin í Manitoba hefir frá upphafi vega
átt fjölmarga fyrirmyndar bændur, sem á marga vegu
hafa gjört hinn íslenzka garð frægan. Hefir þar oft farið
saman, frábær dugnaður, snyrtimennzka, víðsýni og ljós-
sækin sjálfstæðis hugsun. Hjá þeim hefir komið fram
trygð og hollusta við manndóms hugsjónir kjörlandsins,
Canada, sem og við íslenzkar heilsteyptar menningar
erfðir. Þeir eldri—frumherjarnir,—settu fljótt markið hátt,
og hinir yngri hafa fetað í þeirra fótspor. Vil eg hér með
örfáum orðum minnast mannsins sem einna ágætastur
er í flokki annarar kynslóðar Argyle bændanna, Óla S.
Arasonar, manns, sem má telja fremstan í flokki þeirra,
sem aldrei hefir verið að öðru en góðu einu getið. Óla má
telja því sem næst jafn gamlan Argyle byggðinni. Fyrstu
íslenzku landnemar settust þar að vorið 1881. En Óli
er fæddur, 12. maí, 1882. Hann er ungur enn, þó hann sé
búinn að vinna stórt dagsverk. Hefir hann nú að mestu
gefið búið frá sér, í hendur syni sínum, og flutt til Glen-
boro, þar sem hann hefir byggt sér vandað hús, og þar
sem hann mun hyggja að dvelja framvegis í ró og næði.
Þó mun hann vart leggja algjöríega árar í bát og hætta að
starfa, til þess er hann ofmikill athafnamaður. Hann mun
sinna starfi á búgarðinum nafnfræga, meðan sól ekki
gengur til viðar.
Óli S. Arason á djúpar rætur í fortíðar sögu tslend-
inga hér í landi. Foreldrar hans, Skafti Arason frá Hring-
veri á Tjörnesi, og kona hans, Anna Jóhannsdóttir frá