Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Blaðsíða 84
86
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Sask. Fæddur 20. ágúst 1867 að Geitavík í Borgarfirði í Norð-
ur-Múlasýslu. Foreldrar: Pétur Þorsteinsson og Sigríður Þor-
leifsdóttir, er bjuggu að Rangá. Hafði dvalið langvistum vestan
hafs.
17. Sigurður Sigurðsson, að elliheimilinu “Betel”, Gimli, Man.
Fæddur 24. maí 1855 að Hallárdal í Húnavatnssýslu. Foreldr-
ar: Sigurður Sigurðsson og Ingigerður Þorbergsdóttir. Kom til
Canada fyrir 57 árum og hafði jafnan átt heima í Manitoba,
um langt skeið á Gimli, Man.
21. Jón Jónsson, að heimili sínu á Munkaþverá í Eyjafjarðarsýslu.
Fæddur að Munkaþverá 9. nóv. 1852. Foreldrar: Jón Jónsson
og þórey Guðlaugsdóttir. Fluttist til Ameríku 1875, fyrst til
Wisconsin og síðan til Gimli, Man.; dvaldi seinna árum saman
í N. Dakota, Pembina og Grand Forks, og enn síðar í Wyn-
yard, Sask., og loks vestur á Kyrrahafsströnd. Hvarf aftur til
Islands Alþingishátíðarárið 1930. Smiður mikill og fékkst við
smásagna- og leikritagerð.
22. John Steve Johnson, í bílslysi nálægt Bellingham, Wash. Fæd-
dur í Wynyard, Sask., 14. marz 1916. Foreldrar: Stefán og
Guðrún B. Johnson (úr Skagafirði), er búsett hafa verið í Bell-
ingham síðan 1923. Fluttu til Vesturheims ekki löngu eftir
aldamótin.
25. Sigfús Valdimar Thorsteinsson, að heimili Þorsteins bróður
síns í Víðines-byggð í Nýja Islandi.
26. Jón Sigurðsson, að heimili sínu við Cranberry Lake, B.C.
Fæddur 6. nóv. 1872 á Kárastöðum í Borgarhrepp í Mýrasýslu.
Foreldrar: Sigurður hreppstjóri Sigurðsson og Signy Bergs-
dóttir. Fluttist til Vesturheims um aldamótin, átti heima á
ýmsum stöðum í Canada, en á Vesturströndinni síðan 1917.
JANÚAR 1946
4. Jón Magnússon, í Winnipeg, 51 árs að aldri. Fluttist af Islandi
með foreldrum sínum um aldamótin og átti um skeið heima í
Álf tavatnsnýlendunni.
4. Þorsteinn Þorsteinsson, í Leslie, Sask. Ættaður frá Mýrum í
Vestur-Skaftafellssýslu og fluttist til Canada 1892; átti um 14
eða 15 ár heima í Þingvalla-nýlendunni í Saskatchewan, en
fluttist síðan til Vatnabyggða.
9. Ekkjan Signý Ámadóttir, í San Diego, Cal. 92 ára. Fædd að
Hvammi í Hvítársíðu í Borgarfirði og kom vestur um haf 1881.
Var mörg ár búsett í Chicago, en dvaldi að mestu í Californiu
síðan laust eftir aldamótin.
10. Kristján J. Mýrdal, fasteignasali í Chicago, á Augustana sjúkra-
húsinu þar í borg. Fæddur 6. okt. 1900 í Winnipeg, en ólst
upp að Otto, Man. Faðir hans, Jón Mýrdal, löngu látinn.
11. Jón Jónsson Garðar, í Wynyard, Sask. Fæddur að Görðum á
Álftanesi 24. jan. 1852.
12. John Christy (Friðjón Kristjánsson), bóndi í Argyle-byggð, á